Ósannað að reykingar dragi úr líkum á COVID-19 smiti

0
924
COVID-19, reykingar
Mynd: Luka Malic/Unsplash

Alþjóða heilbrigðismálastofnunin, WHO, hvetur vísindamenn og fjölmiðla til að gjalda varhug við ósönnuðum fullyrðingum um að tóbak eða níkótín dragi úr hættu á COVID-19 smiti.

„Það liggja ekki nægar upplýsingar fyrir til að staðfesta tengsl á milli tóbaks eða níkótíns i vörnum eða meðferð við COVID-19,“ segir WHO í yfirlýsingu.

WHO bendir á að tóbak banar meir en 8 milljónum manna árlega í heiminum á ári. Meir en 7 milljónir þessara dauðsfalla má rekja til beinnar tóbaksneyslu en um 1.2 miljónir má rekja til óbeinna reykinga.

Reykingafólk veikist illa

COVID-19, reykingar
Mynd: Stephen Hocking/Unsplash

Alþjóða heilbrigðismálastofnunin hefur áhyggjur af því að tóbaksreykingar séu þekktur áhættuþáttur í mörgum öndunarfærasýkingum og þar að auki leggjast öndunarfærasjúkdómar harðar á reykingafólk. Sérfræðingar á vegum WHO fóru yfir fyrirliggjandi athuganir i á fundi 29.apríl 2020. Þeir drógu þá ályktun að reykingafólk væri líklegra til að veikjast illa við COVID-19 smit, miðað þá þá sem reykja ekki.

COVID-19 er smitsjúkdómur sem leggst aðallega á lungun. Reykingar grafa undan virkni lungnanna og gera líkamanum erfiðara fyrir að berjast við kórónaveiruna og aðra sjúkdóma. Tóbak er einni veigamikill áhættuþáttur í í útbreiðslu ósmitandi sjúkdóma á borð við hjartasjúkdóma, krabbamein, öndunarfærasjúkdóma og sykursýki. Allir þessir sjúkdómar valda því að fólk veikist enn verr en ella ef það smitast af COVID-19. Fyrirliggjandi rannsóknir benda til að reykingafólk eigi meri á hættu að veikjast alvarlega og jafnvel deyja.

„WHO er sífellt að meta nýjar rannsóknir, þar á meðal rannsóknir sem kanna tengsl á milli tóbaksneyslu, níkótínneyslu og COVID-19,” segir í yfirlýsingunni.

WHO mælir með því að reykingafólk reyni tafarlaust að hætta að reykja með því að nota viðurkenndar aðferðir, svo sem nikótíntyggjó og plástra.

Innan við 20 mínútum eftir að slökkt er í, minnkar hjartsláttur og blóðþrýstingur lækkar. Eftir 12 klukkustundir lækkar kolsýringsstigið í blóðinu og verður eðlilegt á ný. Eftir 2 til 12 vikur batnar blóðflæðiog eftir 1-9 mánuði minnkar hósti og mæði.

WHO leggur áherslu á mikilvægi hágæða, kerfisbundinna rannsókna sem unnar eru í samræmi við viðurkenndar siðareglur. Slíkar rannsóknir eru lóð á vogarskálar bættrar einstaklings og lýðheilsu, en slíkt verður ekki sagt um ósönnuð inngrip sem geta haft neikvæð áhrif á heilsu.