Ósýnilegi raðmorðinginn sem drepur 7 milljónir á ári

0
726
Loftslagsbreytingar

Hvað ef við gætum séð ósýnilega loftmengun sem veldur dauða 7 milljóna manna á ári hverju? Myndi það hreyfa við okkur til að grípa til aðgerða?

Sjö milljónir eru meir en samanlagður íbúafjöldi Danmerkur á Íslands.

7.september 2020 er í fyrsta skipti haldið upp á Alþjóðlegan dag hreins lofts í þágu bláa himinsins (International Day of Clean Air for blue skies). Þema dagsins er einfaldlega „hreint loft fyrir alla”, „Clean Air for All„.

Níu af hverjum tíu jarðarbúum anda að sér óhreinu lofti.

Loftmengun er sú umhverfisvá sem ógnar mest heilsu manna, en öfugt við margt annað er hægt að koma í veg fyrir hana.

Loftmengun á þátt í hjartasjúkdómum, heilablóðföllum, lungnakrabba og öðrum öndunarfærasjúkdómum.

Loftmengun er einnig ógn við hagkerfið, fæðuöryggi og umhverfið.

„Nú þegar við byggjum upp að nýju andspænis skaðvænlegum afleiðingum COVID-19, ber okkur að veit loftmengun mun meiri athygli, en þar að auki eykur hún á þá hættu sem stafar af COVID-19, segir António Guterres á Alþjóðlega degi hreina loftsins.

Mengað andrúmsloft hefur skaðleg áhrif á loftslagið, fjölbreytni lífríkisins og vistkerfi, auk lífsgæða almennt.

Það hefur því jákvæð áhrif á heilsufar, þróun og umhverfið að bæta loftgæði. Heilbrigði umhverfisins og mannsins eru bundin órjúfanlegum böndum.

Sameinuðu þjóðirnar hvetja alla, hvort heldur sem er ríkisstjórnir eða fyrirtæki, borgareleft samfélag sem einstaklinga til að grípa til aðgerða til að draga úr loftmengun og breyta lífsstíl okkar til hins betra.

 

„Í dag 7.september höldum við í fyrsta skipti upp á Alþjóðlegan dag hreina loftsins, við skulum taka saman höndum til að byggja betri framtíð með hreinu lofti fyrir alla,” segir Guterres aðalframkvæmdastjóri í ávarpi sínu.

Segið okkur frá því á samfélagsmiðlum, hvað þið gerið til að hreinsa andrúmsloftið og notið myllumerkið: #CleanAirForAll

Sjá einnig vefsíðu UNEP, Umhverfisstofnunar Sameinuðu þjóðanna:  https://www.unep.org/news-and-stories/video/international-day-clean-air-blue-skies