Ótrúlegt en satt: SÞ þingar um kartöflur

0
415

25. mars 2008 – Alþjóðleg ráðstefna um kartöflurækt hófst í dag sem liður í Alþjóðlegu ári sem Sameinuðu þjóðirnar hafa helgað hinum næringarríku jarðeplum. Áhugi á kartöflurækt hefur óneitanlega aukist á undanförnum mánuðum vegna mikilla verðhækkana á hvers kyns korni á heimsmarkaði.

 Á ráðstefnunni er ætlunin að kortleggja möguleika kartöflunnar. Nú þegar er afrakstur kartöfluræktunar miðað við landrými meiri fæða en hvort heldur sem er maís, hveiti eða hrísgrjónarækt. 
Ráðstefnan er haldin í borginni Cusco í heimalandi kartöflunnar í Perú. Vísindamenn og fulltrúar ríkisstjórna munu ræða hvernig efla megi kartöflurækt sem Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna kallar “fæðu framtíðarinnar” sérstaklega í fátækari ríkjum. sem er fæðutegund framtíðarinnar.
Kartöflur eru ræktaðar í meir en hundrað ríkjum. 320 milljónir tonna voru ræktaðar á síðasta ári og eru kartöflur því stærsta fæðutegundin að korntegundum slepptum.
Neysla eykst hröðum skrefum í þróunarríkjum en þar er helmingur heimsuppskerunnar ræktaður. Kína er stærsti kartöfluframleiðandi heims.