Óvinir ríkisins?

0
485

 

Sekaggya

29.október 2013. Verjendur mannréttinda eiga svo mjög undir högg að sækja víða um heim að einna helst minnir á hlutskipti leikarans Will Smith í myndinni „Óvnir ríkisins“.

Margaret Sekaggya, sérstakur erindreki Sameinuðu þjóðanna notar þessa líkingu í yfirlýsingu en í kvikmyndinni frá 1998 eikur Smith mann sem sætir eftirliti og hótunum fyrir það eitt að vita of mikið.
Sekaggy sem er sérstakur erindreki í málefnum verjenda mannréttinda, segir að slíkir forkólfar séu í vaxandi mæli sakaðir um að vera „óvinir ríkisins“.
Mörg dæmi má nefna um þetta, þar á meðal einstaklinga sem rísa upp fyrir hönd íbúa gegn stórframkvæmdum, svo sem raforkuverum, virkjunum, samgöngumannvirkjum eða námagreftri. Þeir sem andæfa slíku eru gjarnan brennimerktri sem „stjórnarandstæðingar“, „andstæðingar þróunar“ eða jafnvel „andstæðingar ríkisins.“

 

Verjendur mannréttinda hafa „verið beittir harðræði, útskúfaðir og sakaðir um glæpi fyrir að sinna starfi sínu, segir sérstaki erindrekinn Margaret Sekaggya í skýrslu inni til Allsherjarþingsins sem afhent var í gær
Stundum er þeim hótað, jafnvel lífláti og þeir meiddir líkamlega. „Verjendur mannréttinda vinna ekki gegn þróun, heldur þvert á móti leika þeir stórt hlutverk í að efla hana,“ segir Sekaggya.
““Það er mikilvægt að samfélög og þeir sem verja réttindi þeirra, geti tekið á frjálsan og virkan hátt, þátt í undirbúningi, umfjöllun og mati á þróunarverkefnum. Slík þátttaka getur minnkað spennu verulega.“