París: gólf en ekki þak

0
438
Paris Eiffel Tower October 2014 RESIZED

Paris Eiffel Tower October 2014 RESIZED

Sameinuðu þjóðirnar hafa látið í ljós þá von að niðurstöður Loftslagsráðstefnunnar sem hefst í París 30.nóvember, myndi„gólf en ekki þak“ aðgerða í loftslagsmálum, eins og Janos Pasztor, aðstoðar-framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna og sérfræðingur í málaflokknum orðar það.

Meir en 120 oddvitar ríkisstjórna hafa staðfest komu sína á hinn svokallaða COP21 fund í París sem búist er við að standi til 11.desember.
Samkvæmt nýjustu tölum hafa um 170 ríki, sem samanlagt bera ábyrgð á rúmlega 90% losunar gastegundas sem valda gróðurhúsaáhrifum, lagt fram af fúsum og frjálsum vilja landmarkmið til að minnksa þessa losun.

Janos Pasztor Event 15 10 2015 1036„Ef vel tekst til með framkvæmd landsmarkmiðanna, þá þýðir þetta að kúrfa losunar verður sveigð niður á við og hlýnun jarðar gæti orðið þrjár gráður á Celsius við aldarlok,“ sagði Pasztor þegar afstaða Sameinuðu þjóðanna á loftslagsráðstefnunni var kynnt á blaðamannafundi. Þetta er verulegur árangur en þó ekki nóg, bætti hann við.

Vísindamenn telja að hækki hitastig um meir en 2 gráður á Celsius geti loftslagsbreytingar orðið háskalegar og óafturkræfar.
„Þetta eru talsverðar framfarir. En þetta er ekki nóg. Það sem við þurfum að gera nú er að spýta í lófana og minnka losun í heiminum meir og hraðar, þannig að við höldum hækkun hitastigs í heiminum innan tveggja gráða á Celsius,“ skrifar Ban Ki-moon, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna.

„Um leið verðum við að styðja við bakið á ríkjum til þess að aðlagast óumflýjanlegum afleiðingum loftslagsbreytinga sem þegar eru farnar að koma í ljós.“

UNEP, Umhverfisstofnun Sameinuðu þjóðanna hefur varað við því í ítarlegum skýrslum að brýnna og tafarlausra aðgerða sé þörf til að draga úr losun gastegunda sem valda gróðurhúsaáhrifum ef takmarka á hækkun hitstigs á jörðinni eða að gjalda það enn dýrari verði síðar.

Ban Ki-moon, aðalframkvæmdastjóri SÞ hefur skrifað grein um væntingar sínar til Parísarfundarins sem birtist samtímis í blöðum víða um heim, þar á meðal í Fréttablaðinu.

„Ég tel að niðurstöður Parísarfundarins verði að einkennast af fjórum þáttum eigi hann að teljast árangursríkur en þeir eru varanleiki, sveigjanleiki, Ban Fabiussamstaða og trúverðugleiki,“skrifar Ban.

Aðalframkvæmdastjórinn heldur því fram að samkomulagið verði að vera varanlegt og fela í sér langtíma-sýn „í samræmi við það langtímamarkmið að halda hlýnun jarðar innan tveggja gráða á Celsius“, og jafnframt „ að senda skýr skilaboð til markaðarins um að það sé ekki aðeins óhjákvæmilegt að hagkerfi heimsins verði kolefnasnautt, heldur sé sú jákvæða vegferð þegar hafin.“

Þá ber samkomulagið að fela í sér sveigjanleika „til þess að ekki þurfi sífellt að semja upp á nýtt.“ 

Jafnframt verður það að hafa samstöðu að leiðarljósi. „Þróuðum ríkjum ber að standa við fyrirheit um að 100 milljörðum Bandaríkjadala sé varið árlega, ekki síðar en 2020, til aðlögunar og mildunar á áhrifum loftslagsbreytinga.“

Til þess að samkomulagið sé trúverðugt, bætir Ban við, ber ríkisstjórnum að koma á fót gagnsæju ferli til að meta og skýra frá framvindu og árangri. Samkomulagið verður að „gera ráð fyrir að ríkisstjórnir endurmeti og efli landsmarkmið sín á fimm ára fresti í takt við kröfur vísinda.“

LOGO RESIZEDÍ blaðagrein sinni segist Ban vona að Parísarfundurinn marki tímamót.

„Loftslagsráðstefnan í París er ekki endastöð. Niðurstöður hennar eru ekki hámark heldur lágmark, gólf en ekki þak. Hún ætti að vera vendipunktur á leið okkar í átt til minni losunar og aukins viðnámsþróttar gagnvart loftslagsbreytingum.“

(Nóvember 2015)