Parísarsamningur: almenningur þrýsti á stjórnvöld

0
505
Kerry

Kerry

25.apríl 2016. Sameinuðu þjóðirnar hvetja fólk um allan heim til að beita leiðtogana þrýstingi sem undirrituðu Parísarsamkomulagið um loftslagsbreytingar á föstudag og láta þá gera reikningsskil.

Paris Agreement Logo Final ICELANDIC175 ríki undirrituðu Parísarsamkomulagið um viðnám gegn loftslagsbreytingum í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna á föstudag. Aðalframkvæmdastjóri samtakanna, Ban Ki-moon, sagði við það tækifæri að það væri þýðingarmikið að sáttmálinn gengi í gildi sem fyrst. 

„Ég hvet öll ríki til að auka metnað sinn,“ sagði Ban. „Þá hvet ég veraldarleiðtoga að hafa pólitíska yfirumsjón og leiðsögn. Og ég hvet almannasamatök og unga fólkið í heiminum til að láta ríkisstjórnir gera sér reikningsskil til að standa við þau loforð sem gefin voru hér í dag.“

Leikarinn Leonardo DiCaprio, sérstakur sérstakur sendiherra Sameinuðu þjóðanna á sviði Paris DiCaprioloftslagsbreyting sagði frá ferðalögum sínum undanfarin tvö í ár í krafti embættis síns. Hann sagðist hafa séð mengunarský byrgja mönnum sín í Beijing, niðurhöggna skóga í Kanada og brunnið skóglendi í Indónesíu, auk fordómalausra þurrka í Kalioforníu.

„Allt sem ég hef séð og lært á ferðum mínum hefur skotið mér skelk í bringu,“ sagði DiCaprio. „Hugsið ykkur skömm okkar gagnvart börnum okkar og barnabörnum, ef þau líta um öxl vitandi að við gátum stöðvað þessa eyðileggingu en skorti pólitískan vilja.“
Athygli vakti að John Kerry, utanríksiráðherra Bandaríkjamanna hélt á barnabarni sínu þegar hann undirritaði samninginn fyrir hönd lands síns.