3 sprengjur fjarlægðar og hálf milljón fær hreint vatn

0
763
UNMA Jarðsprengjuheinsun
Pehr Lodhammar við störf í Írak.

Svíinn Pehr Lodhammar  er hátt settur verkefnisstjóri hjá Jarðsprengjuhreinsunsarsveitum Sameinuðu þjóðanna (UNMAS) í Írak. Því er ekki að leyna að starfi hans fylgir töluverð áhætta og álag vegna þeirra vona sem heimamenn binda við árangur. Á hinn bóginn er afraksturinn ríkulegur því það gerir fólki kleift að snúa aftur til síns heima, þegar UNMAS tekst ætlunarverk sitt að hreinsa burt lífshættulegar jarðsprengjur.

Vefsíða UNRIC ræddi við Pehr Lodhammar til að kynnast starfi UNMAS og hvernig leið hans lá til starfa fyrir Sameinuðu þjóðirnar.  Undanfarin þrjú ár hefur hann unnið fyrir UNMAS í Írak. Áður hafði hann unnið í 14 ólíkum ríkjum um allan heim. Starf hans hefur alltaf verið við að hreinsa til eftir hernaðarástand og gera skotfæri og sprengjur óskaðlegar.

Úr sænskri sveitasælu til Íraks 

Pehr Lodhammar ólst upp í sænskri sveitasælu en gekk í herinn 1989. Þar var hann á meðal þeirra fyrstu sem gekkst undir þjálfun í förgun skotfæra og hafði unnið við það í nærri þrjátíu ár þegar hann hélt til Íraks.

Þegar Lodhammar tók við starfi sínum hjá UNMAS í Írak 2017 gerði hann sér mætavel ljóst að þetta yrði veruleg áskorun. Vandamálin sem fylgja sprengiefnum í Írak eru bæði umfangsmikil og margslungin.

UNMAS Jarðsprengjuhreinsun.
Lodhammar reynir að vera eins mikið á vettvangi og hægt er.

„Vinnan fyrir UNMAS var vissulega ný askorun en ég var á höttunum eftir nýrri reynslu,“ segir Lodhammar. „Þegar ég kom til Íraks 2017 var verið að brjóta ISIS á bak aftur. UNMAS var á meðal þeirra fyrstu sem héldu inn í Mosul. Þar kom í okkar hlut að hreinsa til í þýðingarmiklum innviðum á borð við vatnsaflsvirkjunum, orkuverum, skólum og sjúkrahúsum. Einn af fyrstu stöðunum sem við hreinsuðum var næststærsta sjúkrahús Íraks sem ISIS hafði tekið í sína þjónustu og voru höfuðstöðvar þeirra áður en þeir voru hraktir á brott.“

Á þessu svæði fann UNMAS þúsundir ólíkra skaðvænlegra hluta frá skotfærum stórskotaliðs, og handsprengjum til sjálfsvígsbelta.

„Við fundum lík fyrrverandi ISIS-liða. Sum vor klæd í sjálfsvíbsbelti og við urðum því líka að sinna jarðneskum leifum þeirra.“

Annað erfitt verkefni var að takast á við arfleifð fyrri átaka í landinu og kynna sér með hvaða hætti skotfærin voru hönnuð.

„Átökin við ISIS voru aðeins þau síðustu í röð margra átaka í landinu”, útskýrir Lodhammar. „Þarna mátti finna alls kyns sprengiefni í miklu magni. Sumt kom okkur spánskt fyrir sjónir enda ekki hannað og fjöldaframleitt í verksmiðjum, heldur búið til af mikilli hugkvæmni úr ótrúlegustu hlutum. Klukkur úr örbylgjuofnum voru notaðar í bland við hreyfi-nema sem komu af stað sprengingu.“

Hlutverk verkefnisstjóra

Lodhammar var önnum kafinn fyrstu tvö árin við verkefnisstjórn hjá UNMAS. Hann vann sjö daga vikunnar, 18-19 klukkustundir á ag. Ýmist var hann við störf á vettvangi eða að leita fjármagns til starfsins. En öll þessi mikla vinn skilaði árangri.

„Fyrsta árið jukust fjárframlög úr 10 milljónum Bandaríkjadala í 76 milljónir en 20 ríki létu fé af hendi rakna. Starfsmenn voru í fyrstu tíu en fjöldinn er nú kominn yfir eitt hundrað.“

Krefjandi en árangursríkt starf

  Þótt starfið feli í sér mikla áhættu og mikla ábyrgð er uppskeran ríkuleg að hans mati.

„Þetta hefur bein áhrif á líf fólks sem getur snúið aftur heim þökk sé okkar starfi. Það er verulega snúið fyrir fólk að halda aftur til heimahaganna ef skotfæri og sprengiefni er út um allt. En á sama tíma hýrast 1.38 milljónir manna við í búðum í Írak sem geta ekki snúið aftur heim og því verður hreinsunarstarfið að halda áfram.“

UNMAS hefur hreinsað innviði á 1800 mismunandi svæðum til að gera fólki kleift að snúa aftur heim. 67 þúsund ólíkir hlutir hafa verið gerðir skaðlausir, þar á meðal 1200 stórhættuelg sjálfvígsbelti. UNMAS starfar náið með Þróunarstofnun Sameinuðu þjóðanna (United Nations Development Programme (UNDP)) að því markmiði að greiða fyrir að fólk komist aftur heim. Þegar UNMAS hefur hreinsað skóla, sjúkrahús eða brúa af skaðlegum hlutum tekur UNDP við og sinnir endurreisnarstarfi.  Það hefur komið í hlut Lodhammars að tryggja að hreinsun sé lokið tímanlega og öruggt sé fyrir aðra að taka við keflinu við enduruppbyggingu.

„Það fylgir mikill sálfræðilegur þrýstingur þeirri ábyrgð að tryggja öryggið. Við viljum allra síst að sprengin verði eftir að við höfum lokið okkur af enda myndi slíkt rýra traust til okkar“, segir Lodhammar.

Lodhammar þarf að sannfæra ríki heims að þrátt fyrir ósigur ISIS fyrir tveimur árum þrufi starið að halda áfram. Það þarf að útskýra að Írak þurfi enn á aðstoð að halda við enduruppbygginguna.

UNMAS Jarðsprengjuheinsun
Stundum þarf Svíinn að bregða sér í hlutverk mjúkmáls stjórnarerindreka.

Sænskur stjórnunarstíll

Í starfi sínu við verkefnisstjórnun hefur Lodhammar náð góðum árangri með stjórnunarstíl sem hann segir byggja á að vera opinn og ætíð til staðar fyrir starfsfólkið.

„Fólk af þrjátíu og sex þjóðernum starfa fyrir mig og hver og einn hefur sínar skoðanir á stjórnun og forystu. Það er mín trú að „sænsk“ stjórnun eigi sinn þátt í þeim árangri sem við höfum náð í Írak. Ég hef alltaf leitast við að vera til staðar, að vera á vettvangi með samstarfsfólki auk þess að sitja á rökstólum með ráðherrum og sendiherrum. Ég held að það skipti máli að vera opinn  og hreinn og beinn í samskiptum við samstarfsfólk,“  segir Lodhammar.

Önnur veigamikil skýring á áþreifanlegum árangri UNMAS í Írak er óttaleysi við að fitja upp á nýjungum og breyta áherslum. Þetta hafði árhrif á allt starfið.

„Við hættum að einblína á fjölda jarðsprengna sem voru hreinsaðar og beina athyglinni að því sem gerðist á eftir og beina kastljósinu að endurreisn öryggis. Þegar við höfum til dæmis hreinsað þrjár sprengjur hryðjuverkamanna við vatnsból fékk hálf milljón manna aðgang að hreinu vatn. Þegar við hreinsuðum brú og fjarlægðum fimm sprengjur, greiddum við götu sex þúsund einkabíla og fimm hundruð flutningabíla á hverjum degi. Það er þetta sem skiptir fólkið og samfélagið máli,“ segir Lodhammar.

UNMAS kennir líka fólki sem snúið hefur aftur heim eftir að hreinsunarstarfi líkur að vera á varðbergi. Lodhammar sá möguleika á að prófa nýjungar í Írak. Þannig tók UNMAS samfélagsmiðla í sína þjónustu og létu gera hágæða myndbönd fyrir heimkomna, eitt fyrir yngra fólk og annað fyrir börn. Einnig jókst notkun á útvarpi og sjónvarpi og skilaði það góðum árangri.

Góð ráð fyrir starf á vegum SÞ

  Lodhammar hefur þrjú góð ráð handa ungu fólki sem hyggur á störf fyrir Sameinuðu þjóðirnar.

„Í fyrsta lagi er gott að læra eins mörg tungumál og hægt er. Í öðru lagi verður maður að einbína á að mennta sig. Í þriðja lagi er að sinna tannhirðu,“ segir Lodhammar og hlær. „Þegar þú ert í vinnu á vettvangi er engin leið að komast til tannlæknis. En í alvöru talað þá eru menntun og tungumál mikilvægust.“