Plastmengun: hringrársarhagkerfið kemur til bjargar

0
117
Alþjóðlegi umhverfisdagurinn
Plast-innsetning eftir Saype. Mynd: UNEP

Alþjóðlegi umhverfisdagurinn. Rúmlega 400 milljón tonna af plasti eru framleidd í heiminum á ári, helmingurinn til notkunar í aðeins eitt skipti. Af því er aðeins 10% endurnýtt. Takið þátt í heimshreyfingunni #BeatPlasticPollution á Alþjóðlega umhverfisdeginum 5.júní til að berjast gegn plastmengun.

Talið er að 19-23 milljónir tonna endi í vötnum, ám og hafinu á ári hverju. Það er samtals álíka að þyngd og tvö þúsund og tvö hundruð Eiffel-turnar.

Alþjóðlegi umhverfisdagurinn
Mengun á Fílabeinsströndinni. Mynd: Ollivier Girard

Örplast, pínulitlar plastörður, í mesta lagi fimm millimetrar í þvermál – finna sér leið inn í matvæli, vatn og andrúmsloft. Talið er að hver manneskja innbyrði rúmlega 50 þúsund plastörður á hverju ári -og enn meira ef við bætist það sem við öndum að okkur.

Plast, hvort heldur því sem hefur verið fleygt að verið brennt, gefur undan heilbrigði okkar og líffræðilegri fjölbreytni. Það mengar öll vistkerfi frá fjallstindum og niður á hafsbotn.

Kastljósinu er beint að lausnum á Alþjóðlega umhverfisdaginn.
Kastljósinu er beint að lausnum á Alþjóðlega umhverfisdaginn. Mynd: UNEP

Ríkisstjórnir, fyrirtæki og aðrir hlutaðeigandi verða að taka höndum saman og hraða aðgerðum til að takast á við þessa vá með fyrirliggjandi vísindi og lausnir að vopni.

Í þessu ljósi er Alþjóðlegi umhverfisdagurinn 5.júní sérstaklega mikilvægur í því skyni að fylkja liði um aðgerðir til umbreytinga um víða veröld.

Alþjóðlegi umhverfisdagurinn
Fílabeinsströndin (Côte d’Ivoire) hýsir Alþjóðlega umhverfisdaginn 2023. Hér eru plastflöskur endurunnar. Mynd: Ollivier Girard/UNEP.

Af hverju að vera með?

Tíminn er að hlaupa frá okkur og neyðarástand ríkir í náttúrunni. Við verðum að helminga árlega losun gróðurhúsalofttegunda fyrir 2030. Án aðgerða eykst loftmengun umfram öryggisviðmið um helming fyrir lok áratugarins. Plastúrgangur, sem losaður er í vatns-vistkerfi mun nærri þrefaldast fyrir 2040.

Við þurfum að grípa til tafarlausra aðgerða til að takast á við þennan brýna vanda.

Alþjóðlegi umhverfisdagurinn
Plastmengun á Fílabeinsströndinni. Mynd: Ollivier Girard/UNEP

Vissir þú?

  • Um 11 milljón tonn af plastrusli flæðir árlega í hafið. Þessi tala kann að þrefaldast fyrir 2040.
  • Fleiri en 800 sjávar og strand-tegundir líða fyrir þessa mengun annað hvort með því að innbyrða plast, festast í því eða skaðast af öðrum orsökum sem tengjast plastrusli.
  • Umbreyting í hringrásarhagerfi getur minnkað um 80% það plastmagn sem losað er í sjó fyrir 2040. Í hringrásarhagkerfi myndi ný plastframleiðsla minnka um 55%, ríkisstjórnir spara 70 milljarða dala, losun gróðurhúsalofttegunda minnka um 25% og 700 þúsund ný störf yrðu sköpuð – aðallega á suðurhveli.

Heimild: UNEP 2023

Alþjóðlegi umhverfisdagurinn
Alþjóðlegi umhverfisdagurinn

Alþjóðlegt samkomulag

Á síðasta ári samþykktu 175 aðildarríki Sameinuðu þjóðanna sögulega ályktun um að binda enda á plastmengun og stefna að lagalega bindandi samningi fyrir lok 2024. Þetta er þýðingarmesti umhverfis-sáttmáli frá Parísarsamningnum um viðnám við loftslagsbreytingum. Í slíkum samningi felst trygging fyrir þessa og komandi kynslóðir um að geta lifað með plasti án þess að það valdi tortímingu.