Pósturinn í öðru (lykil)hlutverki

0
736
Alþjóðlegi póstdagurinn

Pósthús í heiminum eru orðin miðstöðvar alþjóðlegrar netverslunar sem þjónar hundruð millljóna viðskiptavina um allan heim. Meir en 600 þúsund pósthús eru í heiminum, sum eru á afskekktustu og einangraðustu afkimum heims. Þau tryggja að fjölskyldum farandfólks berast millifærslur fjár frá þeim sem geta verið spurning um líf eða dauða.   

Alþjóðlegi póstdagurinn9.október ár hvert er haldinn Alþjóðlegi póstdagurinn. Á þessum degi er haldið upp á afmæli Alþjóða póstsambandsins (UPU) sem er elsta alþjóðastofnun heims og var stofnuð 1874 í Sviss. Stofnun UPU markaði upphaf alþjóðlegrar samskiptabyltingar og tryggði að hægt væri að senda og taka við bréfum á öruggan og skipulegan hátt hvar sem maður var í heiminum. Pósturinn hefur að sjálfsögðu þurft að laga sig að nýjum tímum þegar internetið hefur næstum því alveg leyst handskrifuð bréf af holmi.

Lengi var hlutverk UPU að greiða fyrir aðgang þróunarríkja að hemsmarkaði. Til þess að tryggja þetta borguðu þróunarríki lægri póstgjöld en ríkari lönd. Þótt heimurinn hafi breyst er kjarni starfsemi UPU óbreyttur. Nærri hálfri annari öld eftir stofnun leggur UPU sitt af mörkum með því að gera peningasendingar á milli landa hagkvæmari.

Lægri gjöld

Póstþjónusta gegnir lykilhlutverki í peningasendingum með því að stuðla að lækkun sendingarkostnaðar og veita lágmarks fjármálaþjónustu. Tæknin hefur bylt greiðslukerfum og stafræn fjármálaþjónusta hefur skapað nýja möguleika. Pósturinn leika lykilhlutverk í því að koma fé frá farandfólki til fjölskyldna þeirra í dreifbýli og útvega þeim fjármálaþjónustu sem þær hafa ekki haft aðgang að fyrr.

Meir en þrisvar sinnum öll þróunaraðstoð

Starfsmenn póstsins að störfum.Árið  2018 mat Alþjóðabankinn að árlegar peningasendingar til lág- og meðaltekjuríkja væru andvirði 529 milljarða Bandaríkjadala. Þetta er meir en þrisvar sinnum samanlögð öll opinber þróunaraðstoð og önnur aðstoð í heiminum á sama ári. Í flestum þróunarríkjum eru peningasendingar farandfólks heim verðmætari en öll bein erlend fjárfesting. Í sumum þeirra eru millifærslurnar verulegur hluti þjóðarframleiðslu. Póstþjónustan veitir mikilvæga þjónustu með því að geta boðið fátæku fólki sem ekki hefur bankareikninga upp á móttöku fjár. Víða í þróunarríkjum teygir póstþjónustan anga sína mun víðar en bankakerfið og pósthús tvisvar sinnum fleiri en bankaútibú.

Farandfólk hart úti

Rétt eins og að COVID-19 hefur komið mishart niður á samfélögum, þá hefur faraldurinn bitnað harðast á farandfólki og það hefur áhrif á millifærslurnar.

Að mati Alþjóðabankans munu peningasendingar til heimalanda farandfólks minnka um 20% á árinu 2020 af völdum COVID-19 faraldursins. Þetta er að mestu leyti vegna tekjumissis og atvinnuleysis farandfólks.

Minni peningasendingar hafa svo áhrif á getu fjölskyldna til að fjármagna til dæmis menntun þegar hlutfallslega stærri hluti heimilispeninganna fara í matvælakaup og aðar lágmarksþarfir.

Póstþjónustan hefur líka orðið hart úti í faraldrinum. Frá 23.janúar til 14.maí minnkaði heildar-póstmagn um 21% í heiminum miðað við fyrra ár.

„Vegna niðurfellinga fluga hefur póstur safnast fyrir á meðan leitað er annara leiða svo sem land- eða sjóleiðinna. Aðeins önnur hvor sending til útlanda hefur náð á áfangastað síðan í maí,“ skrifaði forstjóri Alþjóða póstmálastofnunarinnar Bishar A. Hussein í júlí.

Hussein forstjóri vitnar þarna í úttekt sem sýnir að póstþjónusta á milli ríkra landa annars vegar og þróunarríkja hins vegar hafi orðið fyrir mestum skakkaföllum.

Hægt er að draga úr skaðanum vegna minni peningasendinga af völdum COVID-19 með því að draga úr gjöldum á alþjólegar peningasendingar sem fáækt fólk þarf að borga. Þessu fé er betur varið annars staðar og engin tilviljun að í Heimsmarkmiði númer 10, c-lið er stefnt að því að „eigi síðar en árið 2030 verði millifærslugjöld farandverkafólks komin niður fyrir 3% og loku fyrir það skotið að peningasendingar hafi í för með sér hærri kostnað en 5%.”

Greiðir fyrir heimsmarkmiðum

Þegar farandfólk sendir fé heim, getur það stuðlað að því að sjö af 17 heimsmarkmiðum verði náð.

Þau er Heimsmarkmið númer 1 (Engin fátækt), númer 2 (Ekkert hungur), núm er þrjú (Heilsa og vellíðan), 4 (Menntun fyrir alla), númer sex (Hreint vatn og hreinlætisaðstaða), númer átta (Góð atvinna og hagvöxtur) og númer 10 (Aukinn jöfnuður).

Sjá einnig: 

8 staðreyndir sem þú vissir ekki um millifærslur farandfólks til heimalanda sinna hér. 

Boðskapur UPU til farandfólks: Þú ert ekki ein(n), sjá hér.