„SÞ aldrei mikilvægari“ segir Ban

0
430

UN Daynsp 42

23. október 2014. Sameinuðu þjóðirnar eru nauðsynlegri nú en nokkru sinni fyrr, segir Ban Ki-moon framkvæmdastjóri samtakanna í tilefni af degi Sameinuðu þjóðanna.

Dagurinn er haldinn ár hvert 24.október en þann fyrir 69 árum gekk sáttmáli samtakanna í gildi. Þá hafði helmingur aðilarríkja fullgilt sáttmálann ásamt öllum ríkjum sem eiga fast sæti í öryggisráðinu.

“Sameinuðu þjóðanna er meiri þörf nú en nokkru sinni fyrr þegar hættuástand er á mörgum vígstöðvum samtímis,” segir Ban Ki-moon í ávarpi í tilefni dagsins. “Fátækt, sjúkdómar, hryðjuverk, mismunun og loftslagsbreytingar valda miklum skakkaföllum. Milljónir manna þjást skelfilega í þvingaðri vinnu, sæta mansali, kynferðislegri þrælkun eða vinnu við hættulegar aðstæður í verksmiðjum, á ökrum eða í námum. Leikurinn er ójafn í hagkerfi heimsins.”

Ban segir að af þessum sökum sé brýnt að Sameinuðu þjóðirnar og aðildarríki þeirra haldi áfram viðleitni sinni við að hrinda í framkvæmd markmiðum sáttmálans og berjast fyrir öruggari, réttlátari og jafnari heimi.

GA IcelandDags Sameinuðu þjóðanna er minnst á Íslandi í hádegisverðarboði Félags Sameinuðu þjóðanna, í Hörpu.  Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra mun skýra því sem var í brennidepli á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna en þar flutti hann ræðu fyrir Íslands hönd.

Sjá nánar um dag SÞ í höfðustöðvunum í New York hér 

Mikið er um að vera á Norðurlöndunum og má sjá dagskrárnar með því að smella á nöfn landanna: 

Svíþjóð, Danmörk.Noregur, Finnland, og Ísland.