„Tröllaukinn“ vandi Mið-Afríku

0
496

CAR

28.janúar 2014. Nýkjörinn forseti Mið-Afríkulýðveldisins hefur verið kölluð hin hugrakka móðir og víst er að hún þarf á hugrekki að halda.

Vandamál lýðveldisins hafa verið kölluð “tröllaukin og af sögulegri stærðargráðu” og því þarf Catherine Samba-Panza sem sór embættiseið 23.janúar á öllu sínu að halda. Hún er fyrsti kvenforseti landsins og hefur sjálf sagt að “kvenlegt næmi” muni koma sér vel í því að koma á sáttum. Samba-Panza er hins vegar forseti til bráðabirgða því kosningar verða haldnar í febrúar 2015. Landið stendur nú á mikilvægum tímamótum segir Navi Pillay, Mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna. Átök hafa blossað upp að nýju og ástandið virðist hafa versnað að nýju í kjölfar flótta vígamanna úr svokölluðum Séléka-sveitum, og óbreyttra borgara af trú múslima.

“Ég fagna því að Catherine Samba-Panza, hafi tekið við forsetaembættinu og tek undir hvatningar hennar um að men slíðri sverðin,” segir Pillay. “Við verðum hins vegar að horfast í augu við að öryggi hefur minnkað og mannréttindaástand enn versnað á undanförnum dögum. Múslimar eiga sérstaklega undir högg að sækja. Mörgum er ýtt út úr landi, ásamt félögum Séléka og eru á flótta að landamærum Tsjad.””

Þeir sem standa höllustum hætti eiga mjög í vök að verjast og hjálparstarfsmenn eiga erfitt með að koma neyðarhjálp til skila. Birgðir Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna (WFP) eru á þrotum og því lítið til að gefa sífellt stækkandi hóp fólks sem flosnað hefur upp. Ástæðan er ekki síst hættuástand sem hindrar birgðaflutninga Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) segir að nú þegar sé næringarskortur sé farinn að gera alvarlega vart við sig á meðal barna auk þess sem þau sæta ofbeldi sem aldrei fyrr.

“Við getum ekki staðið aðgerðarlaus þegar félagslegir innviðir landsins eru slitnir í sundur. Ég hvet alþljóðasamfélagið til þess efla friðargæslustarfið nú þegar. Það þarf að efla öryggi ekki aðeins í höfuðborginni Bangui, heldur um allt landið. Mörg mannslíf eru í veði”, segir Pillay.

Sjá baksvið frá UNRIC: http://www.unric.org/en/unric-library/28899