Rakarastofan: karlar tala við karla um konur

0
486

 men

30. október 2014. Hvað eiga Ísland og Súrinam sameiginlegt? Ef til vill ekki margt enda landfræðileg lega landanna ólík; annað í  Evrópu og hitt í Suður-Ameríku. Því miður eiiga þau þó eitt sameiginlegt og það er ofbeldi gegn konum.

Sendinefndir ríkjanna tveggja hjá Sameinuðu þjóðunum í New York hafa sameinast um að halda svokallaða Rakarastofu-ráðstefnu þar sem karlar tala við karla um karlmennsku og staðalímyndir kynjanna.

Ráðstefnan verður haldin í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í janúar 2015 og munu þar koma saman jafnt sérfræðingar sem baráttufólk og fulltrúar aðildarríkja SÞ.
“Markmið ráðstefnunnar er að fylkja liði karla og drengja og virkja þá til að takast á hendur skuldbindingar í jafnréttismálum og að breyta orðræðu karla og stráka,” segir Gréta Gunnarsdóttir, fastafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum.
Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra skýrði frá því að ráðstefnan yrði haldin í ræðu á Allsherjarþinginu nú í haust. Ráðstefnan hefur þegar vakið athygli fyrir að beina kastljósinu að körlum og hafa gárungarnir kallað hana “aðeins fyrir karla” ráðstefnanGréta Gunnarsdóttir

“Hugmyndin er að skapa vettvang fyrir umræður karla á milli um þeirra eigin hlutverk og aðgerðir í að hrinda í framkvæmd réttindum kvenna og binda enda á ofbeldi gegn konum, “ segir Gréta Gunnarsdóttir, sendiherra.
.
“Ójöfn valdastaða karla og kvenna hamlar þróun í átt til jafnréttis kynjanna. Til þess að breyta því þarf ekki aðeins að huga að lögum og stefnumörkun heldur einnig viðhorfum og framkomu. Til að svo megi verða karlar að ræða við karla um karlmennsku, staðalímyndir kynjanna og þeirra eigin ábyrgð á því að koma á jafnrétti kynjanna og efla réttindi kvenna. Rakarastofu-ráðstefnan á að vera slíkur vettvangur,” segir Gréta.

Beijing20UNWMastheaden gifRáðstefnan er haldin sem liður í aðdraganda 20 ára afmæli Beijing-yfirlýsingarinnar og aðgerðaætlun (Beijing+20) og verður hluti af herferð í tengslum við hefeforsheafmælið.

Ráðstefnunni er einnig ætlað að styðja HannFyrirHana átakið (HeForShe)sem miðar að því að virkja karla og drengi til að leggja lóðar á vogarskálar kynjajafnréttis og kvenréttinda. Áhersla átaksins sem stendur  fram í september á næsta ári, er að fylkja öðrum helmingi mannkyns í þágu hins helmingins-  í allra þágu.

Enn má nefna að ráðstefnan er haldin skömmu eftir Annað hnattrænt málþing karla og drengja í nóvember í ár í Nýju Dehli í Indlandi og verður árangri þeirrar ráðstefnu miðlað til fastanefnda og samtaka í New York.