Ramadan á tímum kórónaveirunnar

0
797
Ramadan
Mynd: Katerina Kerdi/Unsplash

 COVID-19 hefur áhrif á hvers kyns mannfagnaði og hátíðir. Ramadan, föstumánuður múslima er þar engin undantekning en hann er nú haldinn í annað skipti frá upphafi heimsfaraldursins.  

Ramadan
Mynd Masjid Pogung/Unsplash

Þrátt fyrir samskipta-takmarkanir munu múslimar um allan heim gera sitt besta til að tengjast og hjálpa öðrum.  

Á Íslandi hefst Ramadan 13.apríl og lýkur 12.maí. Daginn eftir halda múslimar mikla hátið sem nefnist Eid al-fitr.  

Helgur mánuður 

Ramadan er haldinn í níunda mánuði ársins samkvæmt íslamska dagatalinu og færist því til samkvæmt því tímatali sem ríkjand er hér á landi. Fasta skal allan daginn þennan mánuð frá sólarupprás til sólseturs.  

Auk föstunnar ber múslimum að taka trú sína enn alvarlegar en alla jafna. Föstunnni fyglir þannig að hreinsa hugann og einbeita sér að trúnni.  

Ramadan
Mynd: Rachid Oucharia/Unsplash

Ramadan er helgasti mánuður ársins fyrir múslima. Því er trúað að Guð hafi flutt Múhameð spámanni fyrstuversin í Kóraninum, helgibók Íslams. 

lokinni föstu hvern dag eftir sólsetur sest fjölskyldan saman og snæðir kvöldverð.  

Zakat er hluti Ramadan en það er skylda hvers og eins að lát fé af hendi rakna til bágstaddra. Að þessu sinni hvetur Flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna til þess að flóttamönnum sé komið til hjálpar.

Mismunandi tímasetningar

  Föstunni lýkur að kvöldi. Sumir telja að henni ljúki þegar sólin hverfur bakvið sjóndeildarhringinn en aðrir þegar orðið er aldimmt.  

Þrjú félaga múslima eru starfandi á Íslandi en þau hafa ekki komið sér saman um tímatöflu á föstunni.

 Ramadan er trúarhátíð þar sem fjölskylda og samfélag leika stórt hlutverk. En eins og á síðasta ári verða bæði Ramadan og Eid hátíðin með öðru sniði en vant er fyrir múslima um allan heim.

Ramadan
Mynd: Christ Montgomery/Unsplash

Alþjóða heilbrigðismálastofnunin (WHO) hefur gefið út sérstakar leiðbeiningar fyrir Ramadan á COVID-tímum.

Múslimar eru meðal annars hvattir til að borða máltíðina að föstu hvers dags lokinni einungis með nánustu fjölskyldu.

Stafræn tækni er mikilvæg þegar trúaðir geta ekki komið saman í mosku til kvöldbæna. Moskur og trúarsamfélög á hverjum staða hafa orðið að beita nýsköpun og hugkvæmni til að leysa sameiginlegar bænastundir af hólmi.

Útsendingar og samkomur á netinu eru sérstaklega mikilvægar.

En vitaskuld er hægt að stunda föstu og íhugun hvar sem er.