Ramadan: mánuður íhugunar

0
191
Ramadan
Istanbul. Simon Infanger/Unsplash

Ramadan, föstumánuður múslima hófst 22.mars og lýkur að kvöldi 21.apríl. Tímasetning Ramadan færist til árlega, end fylgir hún gangi tunglsins.  Ramadan er helgasti mánuður ársins á íslamska dagatalinu.  

Ramadan
Kuzguncuk í Istanbul. Mynd: Tolga Ahmetler / Unsplash

Þótt Ramadan sé þekkt sem föstumánuður, snýst hann um meira en að neita sér um mat frá sólarupprás til sólseturs. Íhugun, góðgerðir og bænir vega einnig þungt. „

Ramadan er arabíska nafnið yfir níunda mánuð íslamska tímatalsins og helgastur mánaða. Fasta er ein af fimm stoðum Íslams. Grundvallaratriðin sem múslimar telja skyldu, að boði Guðs, eru auk föstunnar, trú, bæn, góðgerðir og pílagrímsferð til hinnar helgu borgar Mekka.

„Þetta er tími íhugunar og lærdóms,” segir António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna í ávarpi í tilefni Ramadan. „Þetta er tækifæri til að safnast saman í anda skilnings og samúðar, sem sameiginleg mannúð okkar, tvinnar saman. Slíkt er einnig markmið Sameinuðu þjóðanna, að hlúa að samræðu, einingu og friði.“

Aukin vitund

Bannað er að borða og drekka (þar á meðal vatn) frá sólarupprás til sólseturs. Fyrir sólarupprás er etin máltið sem kölluð er sehri.  Að lokinni daglangri föstu er máltíð sem kölluð er iftar. Sumir hefja þá máltíð með því að snæða döðlur eins og Múhameð spámaður er talinn hafa gert. Mat er oft deilt með fátækum fjölskyldum á meðan Ramadan stendur yfir.

Ramadan
Kóraninn. Mynd: Ashkan Forouzani/Unsplash

Að lokinnni 29-30 daga föstu (eftir lengd tunglhringsins) er hátíð haldin til að rjúfa föstuna. Sú nefnist Eid al-Fitr og er þá haldin vegleg veisla og mikill fögnuður.

Einungis fólki við góða heilsu ber að fasta. Ófrískar konur eða með barn á brjósti, eldra fólk og börn eru undanþegin föstu.

Æðsta markmiðið er að auka meðvitundina um hinn mikla Guð. Á arabískur er talað um taqwa, sem lýsir stöðugri vitund um Guð.

„Á þessum erfiðu tímum er hugurinn hjá þeim sem standa andspænis átökum, flótta og þjáningu. Ég tek undir ákall þeirra sem stunda nú föstu á Ramadan um frið, gagnkvæma virðingu og samstöðu,“ segir Guterres í ávarpi sínu.