Rán úr hafi jafnalvarleg og rán á landi

0
460
fish

 fish

30. október 2012. Sérstakur erindreki Sameinuðu þjóðanna á sviði réttarins til fæðu varar við því að “hafrán” ógni fæðuöryggi og hvatti ríkisstjórnir og alþjóðasamtök til að stöðva rányrkju fiskistofna. Erndrekinn, Olivier De Schutter, hvetur til þess í nýrri skýrslu að taka verði ákveðin skref til þess að vernda fiskistofna og umhverfi sjávar og deila afurðunum réttlátlega.

„Rán úr hafi getur verið fyllilega jafn alvarlegt og rán á landi,” segir De Schutter þegar hann kynnti skýrsluna. “Það getur verið  í formi hvers kyns vafasamra samninga um aðgang að fiskimiðum sem skaða smábátasjómenn, ólöglegur afl, veiðar á friðuðum svæðum og veiðar sem gagnast ekki heimamönnum.”

“Ósjálfbærar veiðar tíðkast of víða. Ef ekki verður unnið gegn þessu munu fiskveiðar ekki lengur geta gegnt því mikilvæga hlutverki að tryggja rétt milljóna til fæðu,” sagði erindrekinn og benti á að þar sem landbúnaður ætti víða undir högg að sækja leitaði fólki í vaxandi mæli í ár, vötn og hafið til að tryggja sér sífellt stærri hluta próteinsneyslu sinnar.

Áætlað er að ólöglegur afli í heiminum sé á bilinu 10-28 milljón tonna en brottkast nemur 7.3 milljónum tonna eða 10% heimsaflans. “Það er alveg ljóst að eftir því sem fiskunum fækkar, eykst freistingin að fara á svig við reglur og verndunarákvæði,” segir De Schutter.

Hann hvetur sérstaklega til þess að ákveðnar reglur verði settar um úthafsflota og vernda þurfi strandveiðimenn og smábátasjómenn til að tryggja fæðuöryggi heimamanna.

Sérstaki erindrekinn er skipaður af Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna en starfar algjörlega sjálfstætt.

Mynd: Norden.org/Patrik Edman

Sjá skýrsluna í heild: http://www.ohchr.org/EN/Issues/Food/Pages/Annual.aspx or http://www.srfood.org/images/stories/pdf/officialreports/20121030_fish_en.pdf

Sjá útdrátt: http://www.ohchr.org/EN/Issues/Food/Pages/Otherdocuments.aspx or http://www.srfood.org/images/stories/pdf/otherdocuments/20121030_fish_execsummary.pdf