Rap It Up-dómnefnd skipuð – Salla og Masse úr Salazar Brothers pródúsera sigurvegarann!

0
456
alt

 altNorrænu rappkeppninni Rap It Up er ánægja að tilkynna að nú hefur verið skipuð dómnefnd með einvalaliði norrænna hipphoppara.                                        

Þá er búið að ganga frá því opinberlega að auk peningaverðlauna, að andvirði 1000 evra, fá sigurvegararnir að taka upp eitt lag í hinu sögufræga Redline-stúdíó og stjórna upptökum Salla og Masse úr pródúsentatíminu The Salazar Brothers en þeir hafa pródúserað marga þekkta sænska listamenn. Salla, sem hefur að baki glæstan hipphopp-feril, ma. í the Latin Kings, mun að auki sitja í dómnefnd.                                                                                    

 Danski rapparinn Per Vers er í dómnefnd.

 

 Aðrir í dómnefnd eru:

Ametist Azordegan (Svíþjóð) – þekktur útvarpsmaður og tónlistarblaðamaður.

Amir Ghomi (Danmörku) – tónlistarpródúsent og upphafsmaður BazarMusicShop margverðlaunaðs hipphopp frumkvæðis fyrir ungmenni í Kaupmannahöfn.

Blaz Roca (Íslandi) – Helmingur af XXX Rotweiler, frumherjanna sem gáfu út fyrsta hipphopp diskinn með íslensku rappi 2001.

Joddski (Noregi) – Var áður þekktur undir nafninu Jorg-1 í hipphoppdúóinu Tungtvann, sem var ein af fyrstu sveitunum sem slógu í gegn á norsku í lok tíunda áratugarins. Nýtur velgengni sem sólólistamaður.

Johan ”Organismen” Hellqvist (Svíþjóð) – rappari sem setti standardinn í rappi á sænsku í lok tíunda áratugarins, bæði sóló og með hópnum Mobbade Barn Med Automatvapen.

Mathias Rodahl (Noregi) – Fyrrverandi ritstjóri norsku útgáfu Kingsize. Umsjónarmaður Kingsize.no, norskrar vefsíðu um hipphopp og hipphoppsenuna á Natt&Dag.

Per Vers (Danmörku) – rappari sem þykir einn besti freestyle-MC í Skandinavíu. Var áður í sveitinni Sund Fornuft en hefur verið sólóisti um árabil.

Redrama (Finnlandi) – Finnlandssænskur pródúsent og rappari sem rappar á ensku og þykir einn sá besti í Finnland.

Stinnson (Íslandi) – Helmingur XXX Rotweiler.

Frekari upplýsingar um Rap It Up á www.rapitup.org eða með því að hafa samband við Christoffer Silverberg: [email protected]
Upplýsingar um Samband Norrænu félaganna og norræna tungumálaverkefnið hjá verkefnisstjóranum Carl Liungman: [email protected].
Hlaða má niður myndum af dómnefndarmönnum hér:  http://www.rapitup.org/swe_tavlingen.php?show=7
Samband norrænu félaganna, Norðurlandasvið Upplýsingaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna fyrir Vestur-Evrópu með stuðningi Norrænu ráðherranefndarinnar standa að Rap it up.

Sjá nánar: http://www.rapitup.org/