Rautt spjald á barnavinnu!

0
560

wcms 239988

12.júní 2014. Heimsmeistarakeppnin i´knattspyrnu hefst í dag – á Alþjóðlegum degi gegn baranavinnu. Fjölmörg börn um allan heim munu hins vegar ekki hafa tíma til að horfa á HM í knattspyrnu – þau verða í vinnunnni.

 Knattspyrna er vinsælasta íþróttagrein heims og leikin um allan heim jafnt á skólalóðum sem heimavöllum atvinnumanna, fátækrahverfum sem hverfum auðmanna, af ungum jafnt sem gömlum. En hafið þið hugsað út í að þegar þið setjist niður og horfið á HM, að súkkulaðið sem þið hámið í ykkur, sígaretturnar sem þið svælið eða bara íþróttaskór og fótboltar á vellinum, eru hugsanlega afurðir vinnu barna?

Ótal börnum er meinað um að njóta barnæskunnar því þau neyðast til að vinna frá unga aldri. Samhengið er mismundandi; sumum er rænt, önnur eru seld mansali og enn önnur þurfa að vinna við hlið foreldranna til að framfleyta fjölskyldunni.  Barnavinna er ekki bundin við þróunarríki eða ríki í upplausn. Hún á sér stað í þróuðum ríkjum beint fyrir framan nefið á okkur. Barnavinna er til frá Bandaríkjunum til Brasilíu og frá Indlandi til Indónesíu. 214 milljón börn eru á vinnumarkaðnum. 

Samt hefur nokkur árangur náðst í að takmarka strit barna. Alþjóðavinnumálastofnunin (ILO) telur að fjöldi vinnandi barna hafi minnkað um þriðjung frá árinu 2000. Tölurnar eru ekki návæmar en þrátt fyrir fækkun er þetta allt of mikið.

Frelsisverkefni sjónvarpsstöðvarinnar CNN sýndi fram á að árið 2013 voru 200 þúsund börn að vinna á kókóekrum á Fílabeinsströndinni (Côte d’Ivoire) einni saman árið 2012. 

 Human Rights Watch komst að þeirri niðurstöðu í skýrslu í maí á þessu ári  að í Bandaríkjunum unnu börn á aldrinum 10 til 17 ára við tóbakstínslu í Bandaríkjum. Bandarískir borgarar á barnsaldri unnu langan vinnudag í ríkjum á borð við Kentucky, Tennessee, Virginíu og Norður-Karólínu. Heildarfjöldi vinnandi barna er óþekktur en í skýrslu HRW er getum leitt að því að þau séu hundruð þúsunda.

Heimsmeistarakeppnin byrjar í dag og svo vill til að Sameinuðu þjóðirnar halda upp á Alþjóðlegan dag gegn barnavinnu 12.júní ár hvert. Vegna HM beinist athyglin að annari hlið barnavinnu en það er barnavændi

Ungar stúlkur og drengir úr fátækrahverfunum (favelas) eru tæld í vændi oft með fíkniefni að vopni. Þau eru flutt til borganna þar sem HM fer fram og seld ferðamönnum. Stundum fá þau ágóðann en en stundum rennur allt í vasa glæpagengja. Samkvæmt brasilískum lögum mega ungmenni stunda kynlíf frá 14 ára aldri, sem er óvenju ungt, en vændi undir 18 ára er ólöglegt.

Alþjóðavinnumálasambandið (ILO) hvetur aðildarríki til þess að brjóta barnavinnu á bak aftur með því að afnema verstu form þess fyrir 2016. Síðasta herferð ILO heitir „Rautt spjald á barnavinnu“ og er ætlað að vera rödd barna sem ekki geta talað sínu eigin máli. Þið getið slegist í lið með keppninni með því að skrifa undir áskorun og taka þátt í herferð á samskiptamiðlum. . Takið undir vígorðið: „Öll gegn barnavinnu.“
Herferðin hefst í dag með birtingu lagsins „Til Everyone can See“ eftir gítarleikara Incubus Mike Einziger og fiðluleikarann Ann Marie Simpson með listamönnunum Travis Barker, Minh Dang, Dominic Lewis, LIZ, Pharrell Williams, og Hans Zimmer. Allir sem taka þátt í rauða spjalds herferðinni geta hlaðið laginu niður frá og með deginum í dag.