Réttindi barna

0
657

Það finnst því miður engin aðferð sem hægt er að beita til þess að meta nákvæmlega umfang misnotkunar á börnum um allan heim bæði efnahagslega og líkamlega. En hópur þessara barna er stór – og þjáningarnar í þessu sambandi miklar. Ástæðurnar til þessa hræðilega ástands eru meðal annars þær að foreldrar barnanna slá þau eða misnota þau kynferðislega. Þau eru þjökuð margfalt meira en þau þola miðað við aldur af erfiðum lífskjörum og eiturlyfjaneyslu á götum úti, limlest af jarðsprengjum eða er kennt að drepa aðra í stríðsherjuðum löndum. Sum þeirra þjást nú þegar af eyðni.

Orsakir alls þessa eru ýmis konar sjúkdómar, slæmt lífsviðurværi og fjölskyldu- og félagslegir siðir, sem bitna á börnum og veldur þeim líkamlegum og tilfinningalegum þjáningum.

children.jpgFórnarlömb ranglætis og fátæktar hafa alltaf átt erfitt með að láta vita af sér, en frá sögulegu sjónarmiði séð hefur enginn átt í meiri erfiðleikum en börn. Hvort sem þau hafa verið misnotuð sem barnaverkamenn eða til vændis, eða ungir drengir teknir í herinn, ungum stúlkum þröngvað til að lifa einmana lífi sem heimilishjálp, og án nokkurar menntunar neydd til að vinna í fjölskyldubúinu eða neitað um fæðu og heibrigðisþjónustu, hafa börn þörf fyrir hjálp og verndun frá fullorðnum sem bera ábyrgð á meiri hluta misnotkunarinnar.

{mospagebreak title=Hlutverk hins sérlega skýrslugjafa}

Hlutverk hins sérlega skýrslugjafa

Til þess að beina athyglinni að alvarlegustu mannréttindabrotum og fá ríkisstjórnirnar til að rannsaka ákveðin mál hefur mannréttindanefnd S.þ. útnefnt sérlegan skýrslugjafa til að sjá um málefni varðandi barnavændi og barnaklám. Þessi sérlegi skýrslugjafi, sem er sérfræðingur á þessu sviði vinnur að því að safna og skoða staðreyndir um þessi málefni fyrir nefndina.

Venjulegasta orsökin fyrir því að börn eru látin þjást, er fátækt vegna efnahagslegs ranglætis. "Ósanngjarnasta gerð afneitunar réttinda barna er fátækt, af því að fátækt gerir fóki ómögulegt að tryggja grundvallarréttindi og fullnægjandi þarfir," segir Tereza Albnez, sem er sérlegur ráðgjafi fyrir barnahjálp S.þ. (UNICEF) um samninginn um réttindi barna.

Samkvæmt upplýsingum sem UNICEF hefur safnað inn – en UNICEF er sú stofnun S.þ. sem mest lætur sig varða kjör barna – eru langt yfir tíu lönd þar sem kjör barna eru töluvert undir viðurkenndum stöðlum, ef þau eiga að geta þróast við sómasamlegar aðstæður.

Hér er um að ræða vandamál eins og ranga fæðu, dauðsföll barna yngri en fimm ára, börn sem yfirgefa skólann eftir fá ár og margar konur sem ekki kunna að lesa.

Í mörgum fátækum löndum stunda börn vinnu til að auka litlar tekjur fjölskyldunnar eða hjálpa til í landbúnaði fjölskyldunnar eða verslunum. Þó að þau vinni ekki alltaf við bestu aðstæður, eru þau þó ekki viljandi misnotuð af fjölskyldum sínum. Hið raunverulega vandamál í þessum tilvikum er ekki hvort börnin vinni eða ekki, heldur um hvort vinnan er framkvæmd við aðstæður sem teljast mega sanngjarnar, og hvort börnunum er neitað um grundvallarréttindi vegna vinnunnar – til dæmis rétt til menntunar, til að vera laus við misnotkun og til góðrar heilbrigðisþjónustu.

{mospagebreak title=Margslungið vandamál}

Margslungið vandamál

Margir sérfræðingar í réttindum barna eru komnir að þeirri niðurstöðu, að ef börn eiga að hætta að vinna er nauðsynlegt í mörgum fátækum löndum að finna aðra tegund fjárhagslegrar aðstoðar fyrir fjölskyldur þeirra.

Dæmi um hið margslungna vandamál varðandi barnavinnu er að finna í Bangladesh. Sem viðbrögð við ákvörðum bandaríska þingsins um viðskiptabann á fyrirtæki í fataiðnaðinum sem nota barnaverkamenn, fóru fyrirtæki í Bangladesh að reka börn úr starfi – allt að 50.000 börn á fjögurra ára tímabili. Árangurinn varð sá, að mörg barnanna urðu miklu verr stödd en áður. Þau fengu aðra vinnu, en ekki eins góða eða urðu að vinna fyrir sér á götunum – en gengu ekki í skóla.

Í júlí 1995 undirrituðu atvinnurekendasamtök fataiðnaðarins (Bangladesh Garment Manufactureres and Exporters Association, BGMEA) samning – eftir viðræður við frjáls samtök (NGO), UNICEF og alþjóðaatvinnumálastofnunina (ILO) – en samkvæmt samningnum mælir BGMEA með því að engin börn skuli rekin úr vinnu fyrr en séð hefur verið fyrir því að þau geti tekið þátt í skólagöngu.

UNICEF hefur skuldbundið sig til að styrkja kennslu barnanna og ILO hefur veitt fjárframlag og tækniaðstoð til að koma á fót vinnueftirliti sem hefur það hlutverk að fylgjast með því að samningnum verði framfylgt. Aðilarnir eru einnig sammála um að leggja sitt af mörkum til að "skapa jákvæða opinbera athygli" á barnavinnu og kennslu.

{mospagebreak title=Ranglæti framið af fullorðnum}

Ranglæti framið af fullorðnum

En hið beina ranglæti sem framið er af fullorðnum – og sem sést best af hinum mikla fjölda barna sem eru notuð sem vinnuafl og til vændis, og sem eru limlest í stríðum – krefst frekari athygli á opinberum vettvangi og samþykkt fleiri laga en fyrir eru um verndun barna.

Á seinasta áratug hafa um það bil tvær milljónir barna látið lífið í vopnuðum átökum, mörg þeirra hafa orðið fyrir einhverjum hinna 100 milljóna jarðsprengja sem finnast í 62 löndum. Fjöldi sem nemur á bilinu fjórar – fimm milljónir til viðbótar hafa hlotið fötlun, og yfir 12 milljónir barna hafa misst heimili sín.

Hvað snertir barnavinnu telur ILO – þótt sérfræðingar séu sammála um að ekki séu fyrir hendi nákvæmar tölfræðilegar upplýsingar – að því sem næst 80 milljónir barna yngri en 15 ára stundi vinnu. Einnig er talið að fjöldi barna og unglinga yngri en 18 ára sem stundar vændi sé yfir 18 milljónir, þar af ein milljón í Asíu og 300.000 í Bandaríkjunum.

"Þar er ekki hægt að viðurkenna fátækt sem afsökun fyrir réttlætingu misnotkunar á börnum," skrifaði Vitit Muntarbhorn, sem fram til 1995 var sérlegur skýrslugjafi um sölu á börnum, barnavændi og barnaklám. "Það skýrir ekki hina gífurlegu hnattrænu eftirspurn sem í mörgum tilfellum kemur frá viðskiptavinum frá ríkum löndum sem sneiða hjá landslögum við að notfæra sér börn í öðrum löndum. Kynlífsferðir hafa aukist og ásókn fullorðinna eftir börnum er viðurkennd staðreynd um allan heim. Vandamálið er samþætt glæpastarfsemi sem auðgast á verslun með börn og með svikum og siðspillingu hjá yfirvöldum margra landa."

{mospagebreak title=Jaðarhóparnir eru fórnarlömb}

Jaðarhóparnir eru fórnarlömb

"Það er ljóst, að mörg börn sem misnotuð eru til vinnu eða til kynlífs koma frá ákveðnum kynþáttahópum og félagslegum hópum og ekki frá áhrifaríkum stéttum í samfélaginu," benti hinn sérlegi skýrslugjafi á í skýrslu sinni frá janúar 1995 til mannréttindanefndar S.þ. "Í Suður-Asíu er það börn stéttlausra foreldra sem oftast verða fórnalömb."

Hinn sérlegi skýrslugjafi skrifaði að heimsókn til Nepal hefði sýnt að "fyrst og fremst eru það stúlkur frá fjallaþjóðflokkunum í þessu landi sem eru blekktar og seldar til vændis, bæði í landinu og til útlanda. Mynstrið er þekkt annar staðar í heiminum, þar sem börn úr minnihlutahópum, gistiverkamenn og eða upprunarlegir íbúar – börn sem þegar tilheyra jaðarhópum – eru oft aðalfórnarlömb þessarar misnotkunar".

Hinn sérlegi skýrslugjafi – Vitit Muntarbhorn – sem var leystur af hólmi af O. Calcetas-Santos – hefur oft átt í vandræðum með að fá upplýsingar frá ríkisstjórnum, svör við spurningum eins og til dæmis um sölu og fjarlægingu barna; þrælavinnu; barnavændi; og sölu líffæra barna. En í fjölda tilfella hafa rannsóknir skýrslugjafans leitt til þess, að mál sem annars eru innanlandsmál í einstökum löndum hafa verið tekin upp á alþjóðavettvangi.

{mospagebreak title=Misnotkun götubarna}

Misnotkun götubarna

Í ágúst 1993 hafði skýrslugjafinn – til að nefna dæmi – oft samband við ríkisstjórn Brasilíu vegna ákæra um misnotkun og misþyrmingu lögreglunnar á götubörnum.

Lögreglufólk hafði samkvæmt þeim upplýsingum sem fyrir lágu drepið átta götubörn og sært önnur í Rio de Janero í mánuðinum á undan. Skýrslugjafinn tilkynnti um þetta og sendi árið á undan langan lista til mannréttindanefndarinnar yfir önnur mál í Brasilíu.

Ríkisstjórn Brasilíu viðurkenndi ákæruna. "Eins og bent er á í erindi yðar er þetta ekki einangrað dæmi," viðurkenndi ríkisstjórnin í svari sínu. "Brasilíska ríkisstjórnin gerir sér grein fyrir að morð á götubörnum er ekki nýtt fyrirbæri og að vissir aðilar innan lögreglunnar geta átt þar þátt í aðgerðum sem dauðavarðlið hafa framið." Þrír lögreglumenn og fjórði maður voru fangelsaðir og bíða eftir réttarhaldi ákærðir fyrir morð. Yfirmaður þeirrar deildar sem lögreglumennirnir heyrðu til var rekinn úr starfi.

Frjáls samtök hafa haft mikilvægu hlutverki að gegna þegar um var að ræða að hvetja ríkisstjórnir og yfirvöld til að virða þjóðarréttinn og í mörgum tilfellum lögin í eigin löndum – sérstaklega í málum þar sem það er ljóst að ríkisstjórnirnar hafa að hluta til eða að miklu leyti verið ábyrgar fyrir lagabrotunum.

Samtökin Human Rights Watch, sem ekki eru ríkissamtök, og sem hafa skrifstofur í Evrópu og í Bandaríkjunum, hafa rannsakað margar ákærur. Þær fjalla meðal annars um kaup og sölu á konum frá Nepal til Indlands til að stunda vændi. Aðstæður fólks í nauðungarvinnu í Pakistan, þeirra á meðal eru mörg börn, og óréttlátar handtökur á ungu fólki í Jamaica. Human Rights Watch hefur gefið út opinberar skýrslur til dæmis um ástandið í Indlandi og Pakistan, þar sem ríkisstjórnunum er hallmælt fyrir að taka þátt í ofbeldinu.

Í Bandaríkjunum hefur nú, eftir margra ára starfsemi frjálsra samtaka, verið gerð viðbót við lög frá 1940 – The Mann Act, sem upprunalega var ætlað að hindra flutning kvenna milli sambandsríkjanna í "siðlausum tilgangi". Þessi viðbót beinist að því að berjast gegn kynferðislegri misnotkun barna utan Bandaríkjanna og gegn alþjóðlegu barnaklámi. Viðbótin kveður á um að það er ólöglegt fyrir ameríska borgara og aðra sem búsettir eru í landinu að ferðast til útlanda með það fyrir augum að eiga kynferðisleg mök við ólögráða börn. Þessi ákvæði eru í samræmi við þjóðarstefnu í Bandaríkjunum og eru innfærð í refsilög frá 1994 (Violent Crime Control and Law Enforcement Act). Þessi lög ná einnig yfir fólk sem tekur þátt í slíkum aðgerðum til dæmis þeirra sem skipuleggja kynlífsferðir.

Þegar árið 1986 var það gert ólöglegt í Bandaríkjunum að flytja manneskju yngri en 18 ára milli amerísku ríkjanna eða til útlanda með það fyrir augum að fá viðkomandi til að starfa við kynferðislega starfsemi.

{mospagebreak title=Stöðvun ólöglegra fangelsana}

Stöðvun ólöglegra fangelsana

Sem viðbrögð við skýrslu um aðstæður á Jamaíka þar sem börn og ungt fólk var ólöglega tekið höndum ásamt með fullorðnum, voru sum barnanna og unga fólkið látið laust. Staðaryfirvöld og samtök byrjuðu að rannska möguleikana á að koma yngstu lögbrjótunum fyrir á annan hátt. Jafnframt var komið á kennsluverkefnum fyrir fangaverði og annað starfsfólk sem sinnir réttindum barna og unglinga.

"Ef hægt er að ná fólki úr varðhaldi og hægt er að fá ríkisstjórnir til að breyta stefnu sinni er það skref í átt til framfara," segir Lois Whitman, forstjóri fyrir verkefninu um réttindi barna hjá Human Rights Watch.

Það er ekki fyrr en á seinustu áratugum að sérstök réttindi barna hafa verið viðurkennd. Mörg alþjóðasamtök hafa verið stofnuð til að vernda réttindi barna, lög og mannréttindaákvörðunum hefur verið komið á, til að tryggja réttlátari meðferð barna og til að sjá til þess að þau fái réttlátan hluta auðlinda og möguleika í lífinu.

Fyrir 20. öldina var oftast litið á börn sem lægra sett og undirsáta í samanburði við fullorðna. Bernskan var oft stutt og litið var á hana sem undirbúning fyrir fullorðinsárin. Nú í lok aldarinnar líta margir sem vel eru settir á bernskuna sem tiltölulega óþjakað tímabil æfinnar. En samt er bernska í stórum hluta heimsins tímabil mikilla vandræða og skorts.

Börn eru beint eða óbeint nefnd i flestum af næstum 80 samningum og tilskipunum um mannréttindi á þessari öld. Fyrsta mikilvæga skrefið sem S.þ. tóku til að vernda börn var að stofna UNICEF (Barnahjálp S.þ.) í desember 1946.

Tveimur árum seinna var alheimsyfirlýsingin um mannréttindi samþykkt á allsherjarþinginu. Bæði alheimsyfirlýsingin og hinir tveir alþjóðasamningar um mannréttidi voru samþykktir árið 1966 slá því föstu, að réttindi barna skuli vernduð.

Yfirlýsing S.þ. um réttindi barna frá 1959 var fyrsta skjal S.þ. sem eingöngu fjallaði um réttindi barna. Yfirlýsingin hefur siðferðilega þýðingu, en er ekki lagalega bindandi. Sérstök réttindi stúlkna kom að hluta til inn í samninginn frá 1979 um afnám hvers konar misréttis gagnvart konum. Vinnuhópurinn um nútímalegar tegundir þrælahalds fjallar á hverju ári um vandamál er varða barnavinnu og nauðungarvinnu vegna skulda.

{mospagebreak title=Alþjóðlegur sáttmáli um réttindi barna}

Alþjóðlegur sáttmáli um réttindi barna

Það liðu hins vegar mörg ár áður en allsherjarþingið gat samþykkt samninginn um réttindi barna. Það átti sér stað árið 1989. Hinar 54 greinar sáttmálans ná yfir allt frá rétti barns til að forðast kynferðislega og efnahagslega misnotkun og til réttarins á að hafa eigin skoðun, réttinn til menntunar, heilbrigðisþjónustu, og möguleika á að vera efnahagslega og félagslega óháð.

Í september 1995 höfðu 178 lönd staðfest samninginn. Tíu í viðbót – þar á meðal höfðu nokkur orðið sjálfstæð eftir að samningurinn var samþykktur sex árum áður – höfðu hann í athugun. Sem árangur af þessum vaxandi stuðningi er, að sögn fulltrúa UNICEF ekki lengur litið á bernskuna sem "eins konar tilraunatímabil fyrir fullorðinsárin". Í stað þess "kemur barnið fram sem einstaklingur með virðingu og fullum mannréttindum."

Frumkvæðið að samningnum kom frá Póllandi sem árið 1978 lagði samningstillögu fyrir mannréttindanefndina. Þetta var um það bil sem minnst var 20 ára frá samþykkt yfirlýsingarinnar um réttindi barna á alþjóðlegu ári barnsins árið 1979. Þetta leiddi til tíu ára samvinnu milli lítils hóps frjálsra samtaka – þar á meðal voru sænsku samtökin Red barnet, alþjóðleg kaþólsk samtök fyrir verndun barna (International Child Catholic Bureau) og samtök fyrir varnir barna (Defense for Children International) – og mannréttindsérfræðingar S.þ.

Eftir langt umræðutímabil var samningurinn um réttindi barna samþykktur í nóvember 1989 með atkvæðagreiðslu á allsherjarþinginu. Í september árið eftir hafði samningurinn fengið hinar 20 nauðslynlegu staðfestingar fyrir gildistöku sem hluti þjóðarréttar. Þýðing hans fyrir nútíma löggjöf um mannréttindi var seinna áréttuð á alheimsráðstefnunni um mannréttindi í Vín árið 1993.

{mospagebreak title=Mannréttindi og þróun}

Mannréttindi og þróun

Í lok áratugsins 1980-1990 höfðu framfarir með tilliti til þess að afla stuðnings fyrir samninginn vakið athygli hjá UNICEF. Samtökin höfðu áður beitt sér fyrir bættum félagslegum og efnahagslegum aðstæðum fyrir börn, fyrst og fremst á sviði heilbrigðismála og menntunar. En nú eygðu samtökin möguleikann á að samhæfa mannréttindamál hefðbundnum þróunarverkefnum.

Meðan UNICEF til að byrja með tók samninginnn sem röð starfssviða og verkefna, breyttust skoðanirnar í lok ársins 1994 þegar yfirmaður UNICEF, James P. Grant, tilkynnti að samningurinn mundi hérðan í frá vera ramminn um öll verkefni UNICEF. Í maí 1995 innleiddi UNICEF nýja innkaupastefnu sem snerti barnavinnu, þar sem samtökin skuldbundu sig til að kaupa aðeins efni og aðföng hjá fyrirtækjum sem ekki notuðu börn í vinnu. UNICEF-fulltrúarnir í einstökum löndum voru beðnir um að meta stöðuna á staðnum og athuga venjur fyrirtækja með tilliti til barnavinnu.

Sögulega séð hefur verið grundvallar aðskilnaður milli þeirra sem unnu að mannréttindum og þeirra sem óskuðu að bæta þróunina efnahagslega og félagslega stefnu og sinna velferðarverkefnum. Þar sem samningurinn um réttindi barna nær yfir svo mörg efni hefur hann skapað hugmynda- og löggjafarlega yfirbyggingu yfir báða þættina. Vandamál sem að öllu jöfnu virðast heyra undir mannréttindi en jafnframt sérstaklega varða verndun barna, eru nefnd í samningnum – meðal annars kynferðisleg- og efnahagsleg misnotkun, flóttamannastaða og framkvæmd réttarfars gagnvart börnum.

{mospagebreak title=Þarfir og réttindi}

Þarfir og réttindi

Aðgerðir á mörgum sviðum fyrir margt sem áður var talin þörf og heyrði undir ríkisstjórnaverkefni en vinsældir þess fóru eftir stjórnmálalegum ákvörðunum – til dæmis matvæli, húsaskjól, aðgangur að menntun og heilbrigðisþjónusta – er nú hægt að styrkja með tilvísun til mannréttinda.

"Þarfir er ekki hægt að krefjast að verði uppfylltar," segir fulltrúi UNICEF. "Réttinda er hins vegar hægt að krefjast. Nú eru fyrir hendi kröfur fyrir þessum þörfum."

Félagslegir umótamenn og mannréttindalögfræðingar hafa í mörg ár varið réttindi barna og unnið stjórnmálalega að því að bæta kjör barna. En með samningnum er viðleitnin orðin algild.

Samþykkt samningsins þýðir að ákvæði hans verða nú innlimuð í löggjöf þjóðanna. Þrátt fyrir hinn aukna áhuga og mikla framlag til starfsins fyrir réttindum barna eftir samþykkt samningsins hefur það enn ekki leitt til merkjanlegs árangurs fyrir meirihluta barna í daglegu lífi þeirra, hefur hann verið tilefni til lagalegra umbóta víða í heiminum – og einkum í Suður-Ameríku og Suðaustur-Asíu.

{mospagebreak title=Hvati fyrir þjóðaraðgerðir}

Hvati fyrir þjóðaraðgerðir

"Samningurinn er grundvallar verksvið okkar," segir Raadi-Azarakhchi í mannréttindamiðstöðinni, sem er skrifstofa fyrir nefnd S.þ. fyrir réttindi barna. "Hann er virkilegur hvati fyrir aðgerðir á þjóðarsviði. Hann setur allsherjarstuðul – en jafnframt er hægt að túlka hann þannig að hann passi inn í hina mismunandi menningarlegu þætti."

Nefndin fyrir réttindi barna var stofnuð í samræmi við samninginn sem aðili til að hafa eftirlit með og að aðstoða ríkistjórnir við að breyta þjóðarlögum og þjóðaraðferðum til samræmis við hinn alþjóðalega samning. Í lok ársins 1995 hafði nefndin – í henni eiga sæti 10 fulltrúar sem valdir eru með tilliti til menntunar í lögfræði, kennslu og félagslegum störfum – farið yfir 40 skýrslur um áætlanir um framkvæmdir síðan 1993, frá löndum sem höfðu staðfest samninginn. Skýrslur skal gefa innan tveggja ára frá staðfestingunni og þær eru notaðar til að skapa skoðanaskipti milli þátttakenda í nefndinni og ríkisstjórna og hins opinbera í þeim löndum sem staðfesta samninginn.

Frjáls samtök (NGO) hafa verið hvött til að leggja sitt af mörkum í formi upplýsinga og athugasemda og þau hafa í meira en 20 löndum birt öðruvísu skýrslur sem annaðhvort bæta einhverju við eða lýsa yfir efasemdum um innihald opinberra skýrslna. Nefndin greinir skýrslurnar og gefur meðmæli sem ríkisstjórnirnar hafa skuldbundið sig til að birta opinberlega.

Þess er krafist að eftirfylgjandi skýrsla sé samin hjá hverri ríkisstjórn fimm árum seinna. Það er liður í því að meta hve alvarlegum augum ríkisstjórnin lítur á það að standa við það sem kveðið er á um í samningnum með tilliti til lögjafar- og félagslegra umbóta.

{mospagebreak title=Skortur á skýrslum}

Skortur á skýrslum

Samkvæmt skýrslu frá UNICEF árið 1995 (Progress of Nations) voru á þeim tíma 35 lönd sem voru meira en tveimur árum of sein að skila skýrslum, og 21 land sem voru einu ári á eftir. Um það bil þriðjungur þeirra 174 landa sem höfðu staðfest samninginn í apríl 1995 höfðu sent fyrirvara til aðaframkvæmdastjóra S.þ. varðandi viss ákvæði.

Í nokkrum tilfellum er um að ræða ríki sem hafa álitið að samningurinn væri ekki nógu langur. Mörg lönd hafa lýst yfir að betra hefði verið ef samningurinn ákvæði 18 ár í stað 15 sem lágmarksaldur fyrir þáttöku í vopnuðum átökum. Önnur lönd hafa látið í ljósi fyrirvara með tilliti til spurninga um nákvæma skilgreiningu á hvað barn er, og á samvisku- og trúarfrelsi. Enn önnur hafa lagt fram umfangsmeiri og hugsanlega vafasama fyrirvara. Það á til dæmis við um mörg múhameðstrúar lönd sem áskilja sér rétt til að styðjast ekki við samninginn í vandamálum sem brjóta gegn réttarfari múhameðstrúar.

Skýrslur frá ríkisstjórnum hafa stundum verið gagnrýndar fyrir að vera ófullkomnar. Á Filippseyjum hefur skýrsla frá ríkisstjórninni til dæmis verið gagnrýnd af frjálsum þjóðarsamtökum (NGO) sem fást við verkefni er varða að fylgjast með því hvort samnigurinn um réttindi barna sé haldinn. Einnig var gerð athugasemd við þessa skýrslu af nefndinni fyrir réttindi barna. Nefndin komst að því að "það var skortur á áreiðanlegum gæðum og magni upplýsinga, ekki ásættanlegar aðgerðir til að fylgja ákvæðunum eftir og skortur á vísbendingum og aðferðum að öðru leyti til að meta þróunina á sviðinu og afleiðingar þeirra ákvarðana sem teknar eru."

Nefndin hvatti ríkisstjórn Filippseyja til að styðja bæði stjórnunaraðila af hálfu ríkisins og frjáls samtök í aðgerðum þeirra við að færa aðstæður í það horf sem hæfir samkvæmt samningnum.

{mospagebreak title=Ákall til samviskunnar}

Ákall til samviskunnar

Stór hluti áhrifa samningsins felst í valdi fordæmisins (það er að segja gagnkvæm áhrif á hvort annað) og þrýsting frá almenningi og styrktarlöndunum. Í minna umfangi möguleikum réttarkerfisins til að tryggja að farið sé eftir ákvæðunum.

Skortur á viðurlögum hindrar þó ekki ríkisstjórnirnar í að leggja áherslu á mikilvægi þess gagnvart borgurunum að fara eftir samningnum.

En ennþá meira sannfærandi þrýstingur kemur ef til vill frá þeim löndum sem hafa staðfest samninginn og hafa fengið aðstoð við að vernda börn bæði hvað snertir að semja ný lög og hvað snertir hagnýtar aðgerðir til að koma á stofn skrifstofum sem eiga að aðstoða börn.

"Við höfum í fimm ár séð nægilegt til að vita að þessi aðferð virkar," segir talsmaður UNICEF. "Þegar til dæmis Vietnam uppgötvaði að við höfðum meiri áhuga á að hjálpa en að gagnrýna sendu þeir opinskáa og sjálfgagnrýnandi skýrslu. Þar á eftir hófst Víetnam handa: fjöldi laga hefur verið samþykktur varðandi verndun barna og aðhlynningu og kennslu þeirra."

Önnur lönd hafa gert það sama. Ríkisstjórn Túnis hefur gert óvenjulegt átak. Þeir samþykktu árið 1995 þjóðarreglur um verndun barna og völdu jafnframt fulltrúa til að fylgjast með því að reglurnar séu haldnar í 23 héruðum.

Frá því um 1990 hefur verið skólaskylda í Túnis fyrir börn og unglinga á aldrinum 6 til 16 ára. Nú hafa verið samþykkt ný lög sem gerir það mögulegt að dæma foreldra fyrir rétti sem ekki sjá um að börn og unglingar í fjölskyldunni gangi í skóla.

{mospagebreak title=Framfarir hvað snertir framkvæmdaáætlanir þjóðanna}

Framfarir hvað snertir framkvæmdaáætlanir þjóðanna

Ríkisstjórn Indónesíu hefur hækkað fjárlögin til heilbrigðisþjónustu fyrir mæður og börn og samið reglur til að framfylgja samningnum um menntun fólks sem starfar með börn. Það að auki hefur ríkisstjórnin stofnað stofnun til vendunar fyrir börn.

Í Costa Rica var verið að semja nýja löggjöf á árunum eftir 1990 á grundvelli samningsins um verndun barna. Eftir spurningar frá nefndinni varðandi mikinn fjölda ættleiðinga barna bæði innanlands og til útlanda fór fram nánari rannsókn á reglum varðandi þetta.

Í Jamaíka hefur ríkisstjórnin hafið nánara eftirlit á réttarreglum varðandi börn og þrátt fyrir miklar þjóðarskuldir hafa útgjöld vegna velferðar barna aukist.

Í Níkargúa hefur skýrsla ríkisstjórnarinnar til nefndarinnar verið birt opinberlega og hafin er vinna við að skapa þjóðarreglur á barna- og unglingasviðinu og tekið hefur verið til athugunar möguleikinn á opinberum aðgerðum til upplýsinga.

Um 1990 kom ríkisstjórn Kólumbíu á stofn þjóðarupplýsingaskrifstofu um réttindi barna.

{mospagebreak title=Börnin með í ráðum}

Börnin með í ráðum

Í anda samningsins hefur ríkisstjórn Nepal ákveðið að leita upplýsinga frá börnum til nota í skýrslu sína til nefndarinnar. Í apríl 1995 tóku 29 börn þátt í fjögurra daga námsráðstefnu um samninginn. Námsráðstefnan var skipulögð af NGO samtökum og UNICEF í sameiningu. Meðal þátttakendanna voru börn sem stunduðu vinnu, götudrengur, fötluð stúlka, börn úr flóttamannabúðum og skólabörn. Eftir námsráðstefnuna hittu börnin forsætisráðherrann til að ræða um hvaða niðurstöðum þau höfðu komist að.

Jafnvel í löndum þar sem mannréttindasamningum hefur verið afneitað af lagalegum eða siðferðislegum ástæðum og ítrekað brotið gegn þeim, er ýmislegt gert í anda barnasamningsins. Í Súdan hefur UNICEF í samvinnu við fjölda aðila – Operation Lifeline Sudan (OLS), og Sudan People’s Liberation Movement (SPLM) og South Sudan Independence Movement (SSIM), þær frelsishreyfingar sem hafa eftirlit með meirihluta Suður-Súdan – reynt að hvetja til að farið sé eftir samningum. Þetta á sér stað á svæði þar sem engin þjóðarlög gilda og þar sem herinn ræður ríkjum. Sambandið milli OLS og hinna stjórnmálalegu yfirvalda fer eftir reglum sem OLS nýlega hefur endurskoðað til að innlima yfirlýsingu um mannúðarreglur.

Þessar reglur fela í sér stuðningsyfirlýsingu fyrir bæði barnasamninginn og Genfar-samninginn, kemur fram í skýrslunni frá Súdan.

"Báðar frelsishreyfingarnar hafa skrifað undir ákvæðin," segir í skýrslunni. "Þetta er mikilvægt skref, þar sem þetta er í fyrsta skipti sem þær hafa skuldbundið sig til að taka tillit til réttinda barna og veita UNICEF/OLS upplýsingar, sem gefa betri möguleika á að hefja aðgerðir ef um brot er að ræða."

En raunin er sú í mestum hluta heimsins að jafnvel þótt þjóðarlög séu sammála samningsákvæðunum mun lögregla og réttarkerfi vera afgerandi þáttur í að ákveða hvort réttindi barna eru vernduð nægilega vel. Jafnvel í löndum þar sem löggjafarkerfið er velþróað er skortur á eftirliti með aðgerðum lögreglunnar vandamál.

Samkvæmt hinum sérlega skýrslugjafa er ástandið til dæmis í Indlandi mjög vafasamt. Börn yngri en 14 ára vinna þrátt fyrir löggjöfina í áhættusömum fyrirtækjum.

Vonast er til að samningurinn muni áfram hvetja til umræðna sem leitt geta til skoðanabreytinga. Það er þörf fyrir hugarfarsbreytingar, segir Raadi-Azarakhchi sem á sæti í alþjóðanefndinni fyrir réttindi barna.

"Við álítum að samningurinn sé gagnlegt verkfæri," segir Ricardo Domenici, aðalframkvæmdastjóri NGO-hópsins í Defence of Children International. "En ef ekki liggur fyrir markviss stefna stjórnvalda í hinum ýmsu löndum, mun samningurinn ekki breyta miklu." Hann bæti við að kjör barna í mörgum löndum eru ennþá ófullnægjandi.