Réttindi kvenna: Kastljósi beint að Íslandi

0
512
palais des nations

palais des nations
12.febrúar 2016. Réttindi kvenna á Íslandi verða brotin til mergjar á vettvangi Sameinuðu þjóðanna í næstu viku.

Farið verður yfir árangur Íslands og stöðu réttinda kvenna í reglubundinni umfjöllun Nefndar um afnám misréttis gegn konum (CEDAW) hjá Sameinuðu þjóðunum í Genf næstkomandi miðvikudag,17.febrúar. Hægt verður að fylgjast með umfjölluninni á vefnum hér en hún stendur yfir frá 9-16.

Á meðal þeirra atriða sem farið verður í saumana á eru, skv.tilkynningu frá Mannréttindaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna í Genf:

• Ákærur og refsing þeirra sem gera sig seka um ofbeldi gegn konum
• Neyðarvistun og stuðningur við konur sem orðið hafa fyrir ofbeldi
• Ákvörðun um að leggja niður kynferðisbrotadeild vegna niðurskurðar
• Lágt hlutfall kvenna í lögregluliði landsins
• Þrálátur launamunur á milli kynjanna
• Aðgerðir til að draga úr fjölda snemmbærra þunganna og fóstureyðinga

Hér má finna yfirlit íslenskra stjórnvalda sem liggur til grundvallar yfirferðinni:

Nefndin heldur svo blaðamannafund þegar umfjöllun um Ísland og sjö önnur ríki er lokoið 7.mars og verða niðurstöður birtar hér þann dag.

Mynd: Palais des Nations, höfuðstöðvar SÞ í Genf, þar sem fundur nefndarinnar verður. Mynd-SÞ.

(Greininni var breytt: 17.febrúar er fimmtudagur en ekki miðvikudagur eins og stóð upphaflega í greininni).