Ríki heims fylkja sér að baki Afganistan

0
531

AfghanConf1
5. október 2016. Ban Ki-moon, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna skoraði á ríki heims í dag að fylkja sér að baki íbúum Afganistan.

Ban sótti í dag ráðstefnu um Afganistan sem Evrópusambandið hélt í Brussel. Auk Evrópusambandsrkíkjanna, Noregs og Íslands, tóku alls 75 ríki og 25 alþjóðastofnanir þátt í ráðstefnunni um stuðning við Afganistan til 2020. 

Ban EvrþingÁ þriðjudag var aðalframkvæmdastjórinn viðstaddur atkvæðagreiðslu í Evrópuþinginu í Strasbourg þar sem samþykkt var að styðja skjóta stafðestingu á Parísar-samningnum að aðgerðir gegn loftslagsbreytingu. Hrósaði Ban Ki-moon Evrópusambandinu fyrir að gegna forystuhlutverki í loftslagsmálum í heiminum.

Að lokinni heimsókn til Frakklands og Belgíu heldur Ban ma.til Ítalíu, Þýskalands og Íslands.

Myndir: Ban ásamt leiðtogum Afganistans og Evrópusambandsins og ásamt forystusveit Evrópuþingsins. UN Photos/Rick Bajornas.