Ríki heims styðja Líbanon

0
696
Líbanon ráðstefna
Afleiðingar sprengingarinnar í Beirút 4.ágúst. Mynd: UNOCHA

Sameinuðu þjóðirnar hafa unnið hvíldarlaust að því að koma þeim til hjálpar sem um sárt eiga að binda eftir sprenginguna miklu í Beirút.

Hjúkrunarbúnaði hefur verið komið til skila, fólki komið í skjól og greitt fyrir að endursameina fjölskyldur. 300 þúsund manns eru heimilislaus, að minnsta kosti 150 létust og þúsundir slösuðust í sprengingunni í Beirút-höfn 4.ágúst.

Fjársöfnunarfundur

Sameinuðu þjóðirnar tóku höndum saman við Emmanuel Macron forseta Frakklands og áttu frumkvæði að fjársöfnunarfundi þjóðarleiðtoga í þágu Líbana. 30 ríki gáfu fyrirheit um  fjárveitingar að upphæð um 250 milljónir Evra til endiruuppbygingarstarfs í Líbanon.

Amina Mohammed vara-aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna var í forsvari fyrir samtökin á fjarfundinum.

„Fjárhagsaðstoð hefur borist á mettíma – ekki síst frá nágrannaríkjum – og hefur þegar skipt sköpum. En þetta er auðvitað bara byrjunin,“ sagði Mohammed.

Beirút ráðstefna
Kona leitar í rústum heimilis síns í Beirút. Mynd: UNOCHA

Samræmingarskrifstofa mannúðarmála hjá SÞ (OCHA) lét þegar í stað 6 milljónir Bandaríkjadala af hendi rakna til að standa straum af kostnaði við áfallahjálp, stuðningi við sjúkrahús, gera við húsnæði og fleira.

Þá hefur 9 milljónum dala verið varið til að takast á við brýnustu heilsufarsvá og veita bágstöddum matvælaaðstoð.

Milliliðalaust

Najat Rochdi oddviti Sameinuðu þjóðanna í Líbanon sagði í yfirlýsingu að tryggt yrði að allt þetta fé „færi mlliliðalaust til fólksins sem á um sárt að binda eftir þessa hroðlegu sprengingu.“

Amina Mohammed vara-aðalframkvæmastjóri SÞ sagði að uppbyggingarstarfið myndi hafa fjögur aðalmarkmið; heilbrigði, matvælaaðstoð, endurbyggingu ibúðarhúsnæðis og endurbyggingu skóla og bætti við: „Við skulum vera minnug mikilvægis þess að ríkisstjórn Líbanons beiti sér fyrir umbótum sem taki tillits til þarfa líbönsku þjóðarinnar til lengri tima litið.“

Íbúafjöldi Líbanons er um 6.1 milljón en þar af eru 1.5 milljón sýrlenskra flóttamanna, og nærri hálf milljón palestínskra flóttamanna. Höfnin í Beirút sem varð eyðileggingu að bráð hefur gegn mikilvægu hlutverki við flutninga neyðarastoðar til nauðstaddra í nágrannaríkinu Sýrlandi.

UNICEF á Íslandi safnar nú fé handa nauðstöddum börnum í Beirút, sjá nánar hér.