Samar: ein þjóð, fjögur ríki

0
757

creative-commons---norske-samers-riksforbund3
9. ágúst 2012. Alþjóðlegur dagur frumbyggja. Samar eru frumbyggjar sem búa í nyrsta hluta Evrópu eða í Sápmi sem nær frá Noregi í vestri um Svíþjóð og Finnland og yfir á Kólaskaga í Rússlandi.
Ýmsar tölur eru nefndar um fjölda Sama og ná frá um 70 til 135 þúsund eftir skilgreiningum. Oftast er talað um á bilinu 40 til 60 þúsund Sama í Noregi, 20 þúsund í Svíþjóð, níu þúsund í Finnlandi og tvö þúsund í Rússlandi.
Enn ber að hafa í huga að Samar eru ólíkir innbyrðis eftir því hvernig þeir búa og sjá sér farborða. Réttindi þeirra og ástand almennt er ólíkt eftir því í hvaða ríki þeir búa.
Noregur.

Samar hafa sitt eigið þing sem afgreiðir mál sem norsk stjórnvöld beina til þeirra. Sem pólítisk stofnun fjallar þingið, Samediggi um þau mál sem það telur skipta Sama sérstöku máli.
Samar voru talsverðu órétti beittir í Noregi. Í lok nítjándu aldar var sett í lög að öll kennsla skyldi vera á norsku og voru þau í gildi fram yfir síðari heimsstyrjöld. Trúarbrögðum þeirra var útrýmt á 18. öld.  
Ástandið hefur batnað en þó er pottur brotinn. Ný rannsókn bendir til að Samar megi þola mismunun tíu sinnum oftar en aðrir norskir þegnar. UNESCO telur að þremur mállýskum Sama hafi verið útrýmt, tvær séu í verulegri útrýmingarhættu og ein sé í nokkurri hættu.

Landréttindi eru þýðingarmikil. Noregur varð fyrst ríkja til að staðfesta verndun landréttinda í samræmi við sáttmála ILO um réttindi frumbyggja.
Hins vegar túlka Norðmenn eignarhugtakið þröngt og hefur það valdið deilum. Barátta Sama leiddi til að Finnmerkugerðin frá 2005 var samþykkt en með henni fengu Samar og íbúar Finnmerkkur rétt til nýtingar 95% lands og vatns í Finnmörk.
 
Finnland

Samar voru viðurkenndir sem frumbyggjar Finnlands í finnsku stjórnarskránni frá 1995. Þar með hafa finnskir Samar rétt til að viðhalda og þróa tungumál sitt og menningu og hefðbundna lifnaðarhætti. Frá 1996 hafa Samar ráðið yfir tungumáli og menningu á sínum landssvæðum. Talið er að 9 þúsund Samar búi í Finnlandi en 60 prósent þeirra búa utan heimaslóðanna.

Einsog í Noregi eru landréttindi og tungumál efst á baugi á meðal Sama í Finnlandi í dag. Ekki er talið nægilegt framboð á þjónustu á samísku og sú sem er í boði er talin ófullnægjandi. Samar njóta ekki sömu landréttinda og í Noregi enda hafa Finnar ekki staðfest ILO sáttmálann. 90% af landi Sama í Finnlandi er í eigu ríkisins.  
Evrópuráðið gagnrýndi Finnland árið 2011 fyrir að skerða réttindi Sama og annara minnihlutahópa. Hvatt var til staðfestingar sáttmála ILO, en einnig að efla fjölmiðlun Sama og auka þátttöku þeirra í pólitískum ákvörðunum.

Í skýrslu Sameinuðu þjóðanna þar sem manréttindi Sama í Svíþjóð,Finnlandi og Noregi eru brotin til mergjar eru norrænu ríkin hvött til þess að auka fjárveitingar til Sama-þinganna til að efla þekkingu á þessum frumbyggjum norðurslóðanna, tungumáli þeirra og menningu.

Ítarefni:
 http://www.galdu.org
http://www.nrk.no/nyheter/distrikt/nordland/1.7690898
http://www.regjeringen.no/nb/dep/fad/tema/samepolitikk/samiske_sprak/fakta-om-samiske-sprak.html?id=633131
http://www.euractiv.com/culture/un-report-calls-sami-language-boost-news-501319
Joona, 2005, “The Political recognition and Ratification of ILO Convention No. 169 in Finland, with some comparison to Sweden and Norway”. Nordic Journal of Human Rights, Vol. 23 (3), pp 306-321
http://www.regjeringen.no/nb/dep/jd/dok/Veiledninger_brosjyrer/2005/fakta-om-finnmarksloven.html?id=88240
http://www.samediggi.fi/index.php?option=com_content&;;task=view&id=71&Itemid=104
http://yle.fi/alueet/lappi/2011/04/en_saamelaisten_maaoikeudet_kuntoon_2515355.html
http://ipsnews.net/news.asp?idnews=41887