Samar: „Við erum frumbyggjar þessa lands“

0
932

Kynþáttahyggja er hvorki óþekkt á Norðurlöndum né nýtt af nálinni. Frumbyggjar þriggja Norðurlanda, Samar, hafa ekki síst orðið fyrir barðinu á slíku. Þeir hafa neyðst til að breyta lifnaðarháttum sínum og mátt sæta harðræði, árásum og kynþáttahatri í áranna rás.  21.mars er Alþjóðadagur útrýmingar kynþáttamismununar

Ríkisstjórnir Finnlands, Noregs og Svíþjóðar auk Rússlands, þar sem þeir búa, hafa þurft að takast á við þennan vanda og sér ekki fyrir endann á því. En þekking og vitund um málefnið eru forsenda framfara.

Kynþáttmismunun getur tekið á sig ýmsar myndir. Á Alþjóðlegum degi útrýmingar kynþáttamismununar eru fórnarlömb sem sætt hafa ofbeldi og harðræði vegna kynþáttar heiðruð. Hvatt er til aðgerða til að uppræta kynþáttahyggju og mismunun.

Kynþáttahyggja og Samar

Minnihlutahópar verða fyrir barðinu á kynþáttahyggju um allan heim, ekki síst frumbyggjar. Þrátt fyrir jákvæða þróun mannréttindamála í heiminum eru mannréttindi frumbyggja brotin á hverjum degi.

Land Sama, Sápmi, teygir sig yfir yfirráðasvæði fjögurra þjóðríkja. Þeir hafa því verið í tengslum við þær þjóðir sem stofnað hafa ríki sitt á fornum lendum þeirra. Þeir hafa sætt misnunun og kynþáttmisrétti af hálfu ríkisstjórna Norðurlandanna.

Þeir hafa tapað landi sínu í hendur bænda og iðnfyrirækja. Beitt hefur verið vopnum lífræðilegrar kynþáttahyggju á þá, og trú þeirra, menning og tunga barin niður. Þetta er saga árása, brota og kynþáttahyggju. Og hún er ekki útdauð

Hatrið beinist að hreindýrum

„Samar verða enn fyrir barðinu á kynþáttahyggju. Þetta er ein af afleiðingum deilna um veiðiréttindi á vötnum og landi. Skýrt dæmi er svokallaður Girjas-úrskurður hæstaréttar Svíþjóðar. Í kjölfarið hefur hatursorðræða á netinu aukist,” segir Elin Marakatt ung blaðakona og rithöfundur af Sama-kyni. Marakatt er einnig hreindýrahirðir og býr í Samaþorpinu Lainiovuoma.

Samar unnu svokallað Girjas-mál fyrir hæstarétti og voru veiði réttindi þeirra viðurkennd.

Hún segir að hatrið og kynþáttahyggjan beinist stundum að hreindýrum sem hafa bæði menningarlega og efnislega þýðingu fyrir Sama. „Hreindýr eru grundvöllur menningar okkar. Þau eru skotin, keyrt á þau eða verða fyrir dýraníði. Þessir hatursglæpir og kynþáttahyggja beinast að Sömum,“ segir hún.

Svíþjóð, Noregur og Finnland hafa sætt ámæli á alþjóðlegum vettvangi fyrir stefnumörkun gagnvart frumbyggjum sínum fyrr á tímum. En í dag eru ríkisstjórnirnar gagnrýndar fyrir að þráast við að aðhafast og virðukenna réttindi Sama.

Ungir Samar gegn kynþáttahyggju

Á Alþjóðlegum degi útrýmingar kynþáttamismununar að þessu sinni er ætlunin að virkja ungt fólk gegn rasisma. https://www.un.org/en/observances/end-racism-day

Kynþáttahyggja hefur beinst gegn Sömum frá alda öðli.

„Ungir Samar finna fyrir því sem þeir sjá, hatursorðræðu á samfélagsmiðlum og árásir á menninguna, tunguna og séreinkenni,“ segir Elin Marakatt. Á hinn bóginn er hún vongóð um að ung fólk fylki liði til að finna stuðning og kraft.

„Ungt fólk er að reyna að breyta hlutunum með því að rísa upp og tala sínu máli,“ útskýrir Marakatt. „Nýlega var ráðist á konu í strætisvagni í Tromsø  fyrir það eitt að hún talaði móðurmál sitt, Sámi. En hún stóð upp í hárinu á ofsækjendum sínum og fjallað var um málið í fjölmiðlum. Herferð á samfélagsmiðlum sigldi í kjölfarið og voru notuð myllumerkin #doarváidal og #noknu – það er nóg komið.” Menningarmálaráðherra Noregs hafði meira að segja afskipti af málinu.

Í áranna rás hefur ungt fólk oft gripið til listarinnar til að tjá reið sína og gremju; rísa upp og hvetja til breytinga. Elin Marakatt hefur sjálf beitt fyrir sig stílvopni. „Ég er þessa stundina að semja ljóðabók. Ég fann fyrir djúpu sári á sálinni og áttaði mig á því að ég hafði erft það frá fofeðrum mínum og mæðrum. Mitt fólk hefur orðið fyrir andlegum áföllum og sætt árásum og kynþáttahyggju mann fram af manni. Ég skrifa ljóð til að skilja bæði mín eigin áföll og þjóðar minnar,“ segir hún. „Ég vonast til að birta þau á bók til að almenningur geti skilið hvað við við höfum og þurfum enn að upplifa.“

Baráttan heldur áfram  

Baráttan fyrir mannréttindum heldur áfram. Þrátt fyrir þrýstngi að utan af hálfu Sameinuðu þjóðanna á norrænu ríkisstjórnirnar, þurfaSamar enn að hækka röddina til að í þeim heyrist.

Svíþjóð innleiddi Sáttmálann gegn kynþáttalegri mismunun árið 1971 en hefur sætt ámæli fyrir að hrinda ákvæðum hans ekki að fullu í framkvæmd. Árið 2018 var Svíþjóð til umfjöllunar hjá Nefnd Sameinuðu þjóðanna um kynþáttalega mismunun. Þar var sérstaklega beint sjónum að skorti á vernd af hálfu sænskra yfirvalda þegar mismununun, réttindi frumbyggja og hatursáróður eru annars vegar. Þetta var ekki í fyrsta skipti sem Svíþjóð mátti þola slíka gagnrýni.

„Sænsku stjórninni og þinginu ber að sýna ábyrgð og segja skýrt og skorinort að kynþáttahyggja og útlendingahatur í garð Sama muni ekki líðast,“ segir Elin Marakatt. „Við erum þrátt fyrir allt frumbyggjar þessa lands.“

Auka þarf kennslu

Árið 2019 lagði Sama-þing Svíþjóðar fram formlega beiðni til sænskra yfirvalda um stofnun sannleiks og sáttanefndar. Í júní 2020 fengu Sama andvirði 1.2 milljónum sænskra króna (144.000 evrur) frá sænska ríkinu til að undirbúa stonfun sannleiksnefndarinnar.

„Sænska menntakerfið ætti að auka kennslu um menningu Sama og hreindýrabúskap,“ segir hún. „Menntunar og þekkingar á Sömum og menningu Sama er þörf til þess að breytingar verði til batnaðar.“

Á Alþjóðlegum degi upprætingingar mismununar kynþátta er ætlunin að virkja almenning með myllumerkinu #FightRacism. Því er ætlað að hlúa að skilningu um víða veröld á umburðarlyndi, jafnrétti og baráttu gegn mismunun. Hver og einn er hvattur til þess að rísa upp gegn kynþáttalegum fordómum og umburðarleysi.