Sameinuðu þjóðirnar fylkja liði til að takast á við matvælakreppuna

0
426

Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna segir að hækkun matarverðs í heiminum hafi nú afleiðingar um víða veröld og því verði samtökin að bregðast við. Ban mun leiða vinnuhóp sem oddvitar stofnana Sameinuðu þjóðanna og Alþjóðabankans munu skipa.

Ban ásamt Asha- Rose Migiro, vara-framkvæmdastjóra SÞ á fundi helstu yfirmanna stofnana samtakanna í Bern í gær.

Hlutverk hans verður bæði að leita bráða lausna og aðgerða til lengri tíma litið til að bregðast við mikilli hækkun lífsnauðsynja á borð við hveitis.
"Við teljum að gríðarlegar hækkanir matarverðs um allan heim sé orðið vandamál á veraldarvísu sem eigi sér engin fordæmi. Þetta bitnar harðast á þeim sem eiga um sárast að binda í heiminum, sérstaklega í fátækrahverfum stórborga,” segir í yfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna sem gefin var út eftir fund oddvita stofnana samtakanna í Bern í dag. 
Sameinuðu þjóðirnar telja að 100 milljónir manna séu að verða matarlausar. Matvælaáætlun SÞ (WFP) segist þurfa andvirði 755 Bandaríkjadala á þessu ári til að stemma stigu við fjölgun þeirra sem þurfa á matvælaaðstoð.