Sameinuðu þjóðirnar hleypa af stokkunum átakinu Fótbolti fyrir markmiðin

0
544
Fótbolti fyrir markmiðin
Fótbolti fyrir markmiðin

 Sameinuðu þjóðirnar hleyptu í dag af stokkunum nýju frumkvæði sem nefnist Fótbolti fyrir markmiðin (Football for the Goals) á fyrsta degi Evrópukeppni landsliða kvenna í knattspyrnu. Hér er um að ræða vettvang fyrir knattspyrnu í heiminum til að tala máli og taka þátt í framkvæmd Heimsmarkmiðanna um sjálfbæra þróun.

Knattspyrnusamband Evrópu (UEFA) tekur þátt í frumkvæðinu frá upphafi. UEFA hefur þegar hrint í framkvæmd eigin áætlun  um sjálfbærni Afl í krafti einingar, þar sem lögð er áhersla á mannréttindi og umhverfið.  Markmið Fótbolta fyrir markmiðin er ekki aðeins að vekja til vitundar um Heimsmarkmiðin um sjálfbæra þróun heldur, heldur að innleiða breytta hegðun og sjálfbærni í knattspyrnuheiminn og vera áhangendum leiðarljós.

Fótbolti fyrir markmiðinFrumkvæðinu var hleypt af stokkunum með samtali Amina J. Mohammed, vara-aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna og Aleksander Čeferin forseta UEFA á netinu og má horfa á það á YouTube rás Sameinuðu þjóðanna og vefsíðu Fótbolta fyrir markmiðin. Allir þeir sem hlut eiga að máli í knattspyrnuheiminum, frá heimshluta- og landssamtökum, deildum og félagsliðum til leikmanna og áhorfenda, auk fjölmiðla og samstarfsfyrirtækja, eru hvattir til að gerast aflvakar breytinga. Slíkt felur í sér að skuldbinda sig til að tileinka sér grundvallaratriði sjálfbærrar þróunar og mannréttinda og gerast meistari Heimsmarkmiðanna.

Áhrifamáttur

Meðlimir frumkvæðisins munu nota sýnileika sinn og áhrifamátt í krafti keppna, leikmanna, vörumerkja, fjölmiðla og samtaka áhangenda til þess að kynna Heimsmarkmiðin. Með skuldbindingum sínum munu þeir vinna að því að auka vitund um og sýna hvernig sjálfbærni getur verið miðlægt í hvers kyns atvinnurekstri, þar á meðal íþróttum.

Fótbolti fyrir markmiðin
Fótbolti fyrir markmiðin. Mynd: Unsplash/Jopee Spaa

Norska knattspyrnusambandið mun hleypa af stokkunum tilraunaverkefni til stuðnings heimsmarkmiðunum í náinni samvinnu við Sameinuðu þjóðirnar og mun deila árangrinum með þeim sem hafa áhuga á að taka þátt í Fótbolta fyrir markmiðin. Landslið, grasrótin og keppnisdeildir auk samstarfsaðila í fjölmiðlum munu taka þátt í verkefninu. Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt í frumkvæðinu eru hvattir til þess að kynna sér málið betur á vefsíðu þess.

Vinsælasta íþrótt heims

„Sameinuðu þjóðirnar gera sér ljósa grein fyrir hve öflug rödd knattspyrnunnar er í heiminum,“ segir Amina J. Mohammad vara-aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna.

Fótbolti fyrir markmiðin
Amina Mohammed, vara-aðalframkvæmdastjóri SÞ

„Knattspyrna getur leikið lykilhlutverk í að vekja fólk til vitundar um Heimsmarkmiðin. Knattspyrna er ekki aðeins vinsælasta íþrótt heims, heldur einnig ein hin aðgengilegasdta. Allt sem til þarf, er að fólk komi saman með bolta. Á hverjum degi leika milljónir manna um allan heim knattspyrnu, hvort heldur sem er á grasflöt, skólalóð eða á risaleikvangi. Þess vegna erum við ánægð og stolt yfir að ýta þessu frumkvæði úr vör. Við erum þakklát UEFA fyrir þá skuldbindingu sem felst í að vera meðlimur frá upphafi og við hlökkum til að starfa með mörgum öðrum í knattspyrnuheiminum á heimsvísu.“

Sterk rödd knattspyrnunnar

„Það er mér sönn ánægja að Sameinuðu þjóðirnar viðurkenni hina sterku rödd knattspyrnunnar í heiminum og það hlutverk sem við getum leikið í þágu vitundarvakningar um Heimsmarkmiðin þökk sé vinsældum knattspyrnunnar,“ segir Aleksander Čeferin forseti UEFA.

Heimsmarkmið um Sjálfbæra þróun
Heimsmarkmið um Sjálfbæra þróun

„UEFA vonast til þess að sem stofnmeðlimum geti samtökin tekið forystu í átt til breytinga í íþróttum með því að leggja lóð á vogarskálarnar við að efla sjálfbæra þróun og kynna sjálfbærari starfs- og viðskiptamódel í knattspyrnuheiminum. Ég er sannfærður um að ef allir leggjast á eitt innan knattspyrnunnar og nýta afl sitt í þágu sjálfbærra breytinga, sé mögulegt að hafa öflug og langvarandi, jákvæð áhrif. UEFA ber að sýna gott fordæmi með sjálfbærum breytingum og hvetja aðra til að fylgja því fordæmi.”

Fótbolti fyrir markmiðin siglir í kjölfar árangursríkrar samvinnu Sameinuðu þjóðanna og skapandi aðila, samtaka fjölmiðla, útgefanda og farsímafyrirtækja í þágu Heimamarkmiðanna um sjálfbæra þróun.