Sameinuðu þjóðirnar hvetja Myanmar til að greiða fyrir hjálparstarfi

0
466

Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna og æðsti yfirmaður hjálparstarfs samtakanna hvetja ríkisstjórn Myanmar til að auðvelda afhendingu hjálpargagna í kjölfar hins mannskæða fellibyls sem herjað hefur á landið.  

John Holmes, aðstoðarframkvæmdastjóri SÞ á blaðamannafundi um málefni Myanmar 7. maí í New York.

Ríkisstjórn landsins hefur staðfest að tuttugu og tvö þúsund manns hafi látist og fjörutíu og eins þúsund sé saknað. Áætlað era ð ein milljón manna hafi misst heimili sín.  
“Framkvæmdastjórinn telur að ástandið sé mjög alvarlegt fyrir þjóðina í Myanmar og leggur áherslu á að hjálpargögnum verði komið til skila eins fljótt og auðið er”, segir í yfirlýsingu talsmanns Ban Ki-moon. 
Hann sagðist fagna fréttum þess efnis að sérfræðingum SÞ í hjálparstarfi yrði leyft að koma til Myanmar til að meta aðstæður. 
John Holmes, aðstoðarframkvæmdastjóri hjálparstarfs tók undir orð Ban og lagði áherslu á að hvers kyns töf gæti reynst alvarleg þegar um svo gríðarlegar náttúrhamfarir væru annars vegar.
Holmes sem er einnig samræmandi hjálparstarfs SÞ sagði að þótt aðstoð væri farina ð berast, væri hjálparstarfið enn alls ekki nægjanlegt. “Hér er við meiri háttar hamfarir að etja,” sagði Holmes á blaðamannafundi í New York.