Sameinuðu þjóðirnar í geimnum

0
983

?? 75 ára afmæli – 75 dæmi um að Sameinuðu þjóðirnar skipti sköpum ??

Frá upphafi geimaldar hafa Sameinuðu þjóðirnar viðurkennt að í geimnum sé ný vídd mannlegrar tilveru. Fjölskylda Sameinuðu þjóðanna vinnur stöðugt að því að tryggja að nýting einstakra möguleika geimsins verði í þágu alls mannkyns.

Árið 1967, gekk samningur um könnun geimsins í gildi en honum er stundum líkt við „Magna Carta” geimsins. 

75 ára afmæli SÞ
75 ára afmæli SÞ

Í dag hefur Geimskrifstofa Sameinuðu þjóðanna (United Nations Office for Outer Space Affairs (UNOOSA) ) það hlutverk að efla alþjóðlega samvinnu um friðsamlega nýtingu geimsins. UNOOSA er einnig skrifstofa Nefndar um friðsamlega nýtingu geimsins einu nefndar Allsherjarþingsins sem fjallar um þessi málefni (COPUOS).

Sameinuðu þjóðirnar styðja gegnsæi í málefnum geimsins. Það er meðal annars gert með því að halda skrá yfir alla þá hluti sem skotið er út í geiminn.

Þá vinnur UNOOS að því að hlúa að alþjóðlegri samvinnu um málefni á borð við geimrusl.

Alþjóðlega geimvikan er haldin einu sinni á ári og hefst 4.október. Þann dag var Spútnik fyrsta, fyrsta gervitunglinu skotið á loft 1957,