Sameinuðu þjóðirnar í herferð gegn útlendingahatri

0
443
UNHCRAchilleas Zavallis

UNHCRAchilleas Zavallis
20.september 2016. Sameinuðu þjóðirnar hafa hleypt af stokkunum herferð til höfuðs útlendinga í heiminum.

„Sameinuðu þjóðirnar ýta í dag úr vör nýrri herferð sem ber heitið „Saman – virðing, öryggi og sæmd fyrir alla”, sagði Ban Ki-moon, Together Logo format 05 resizedaðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna í ræðu sinni á fyrsta alheimsleiðtogafundi um málefni flótta- og farandfólks í New York í gær.

„Ef við tökum höndum saman getum við brugðist við vaxandi útlendingahatri og breytt ótta í von. Ég hvet veraldarleiðtoga til þess að ganga til liðs við herferðina og skuldbinda sig til að verja réttindi og sæmd allra þeirra sem eru þvingaðir til að flýja heimili sín i leit að betra lífi.“

Herferðin mun beina sjónum að efnahagslegu,- menningarlegu,- og félagslegu framlagi farand- og flóttafólks jafnt til heimalanda sinna sem áfangastaða. Þá verður brugðist við röngum upplýsingum og skynjun á flóttamönnum og farandfólki og hvetja til aukinna samskipta á milli flóttamanna, farandfólks og heimamanna í gistiríkjum.

New York yfirlýsing samþykkt

Leiðtogafundurinn um flótta- og farandfólk samþykkti í gær New York yfirlýsinguna, þar sem ríki heims lýsa yfir pólitískum vilja sínum til að vernda réttindi flóttamanna og farandfólks, að bjarga mannslífum og deila ábyrgðinni á hinum miklu fólksflutningum samtímans um víða veröld.

Eliasson summit

Lilja Alfreðsdóttir, utanríkisráðherra ávarpaði leiðtogafundinn fyrir hönd Íslands.

Ban Ki-moon óskaði aðildarríkjunum til hamingju með yfirlýsinguna. Ákvæði er í yfirlýsingunni um að Sameinuðu þjóðunum beri að efna til herferðar gegn útlendignarhatri.

„Leiðtogafundurinn í dag markar þáttaskil í sameiginlegri viðleitni okkar til að takast á við þá áskorun sem felst í hinum miklu fólksflutningum.“
Mogens Lykketoft, forseti sjötugasta Allsherjarþingsins fagnaði herferðinni gegn útlendignahatri. „Það er mikilvægt að við gefumst ekki upp andspænis óttanum, heldur einhendum okkur í að standa vörð um grundvallarsjónarmið okkar.“

 Myndir: Flóttamönnum bjargað á grískri eyju. UNHCR/Acchileas Savallis.

Jan Eliasson, vara-aðalframkvæmdastjóri í ræðupúlti. UN Photo/Amanda Voisard.