Sameinuðu þjóðirnar virkja afl háskólasamfélagsins

0
403
alt

Sameinuðu þjóðirnar ýta formlega úr vör frumkvæði nýju frumkvæði í háskólamálum, UNAI eða “Academic Impact”, á tveggja daga ráðstefnu í New York 18. – 19. nóvember. Markmið frumkvæðisins er að virkja háskólasamfélag heimsins í þágu hugsjóna Sameinuðu þjóðanna.

altBan Ki-moon vill virkja háskólasamfélagið í þágu betri heims. Myndin er tekin þegar hann var sæmdur heiðursdoktorsnafnbót við háskólann í Nanjing í Kína 30. október stl. SÞ-mynd: Mark Garten.

“Sameinuðu þjóðirnar eru meðvitaðar um þann mikla kraft sem býr í menntun, nýsköpun og hugmyndum. Við viljum virkja þenna mikla kraft til að byggja betri heim, þar sem heimili okkar, samfélög og neysluvenjur verða félagslega og umhverfislega sjálfbærar. Heim, þar sem rannsóknir fá þá fjármögnun og stuðning sem nauðsynlegur er til þess að sigrast á sjúkdómum, örbirgð og vanmætti,” segir Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjoðanna.

Stofnfélagar UNAI eru 500 talsins í 90 ríkjum. Þessu hnattræna bandalagi, æðri menntastofnana og rannsóknarsetra annars vegar og Sameinuðu þjóðanna hins vegar, er ætlað að vinna í sameiningu að því að efla fræðilega félagslega ábyrgð

Meir en 300 háskólarektorar og háskólafrömuður og fulltrúar stúdenta taka þátt í opnunarfundi Academic Impact í höfuðsstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York.

Þátttakendur gangast undir tíu skuldbindingar sem eiga rætur að rekja til Stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna, Mannréttindayfirlýsingarrnar og Þúsaldarmarkmiðanna um þróun.

Ætlast er til að þeir beiti sér að minnsta kosti einu sinni á ári fyrir einhvers konar aðgerð eða verkefni sem miða að því að hrinda þessum grundvallarsjónarmiðum í framkvæmd. Nánari upplýsingar má sjá hér: http://academicimpact.org