Samkomulagi náð um Sjálfbær þróunarmarkmið

0
497
SDGs button 400 pixels

SDGs button 400 pixels

3.ágúst 2015. Aðildarríki Sameinuðu þjóðanna náðu í gær tímamóta samkomulagi um ný sjálfbær þróunarmarkmið. 

Markmiðin sem eru sautján að tölu ber ríkjum heims að ná fyrir árið 2030. Helst þeirra eru að útrýma sárustu fátæktinni í heiminum, auka velmegun jarðarbúa og hlúa að umhverfinu á sama tíma.

2015 logo enMarkmiðin sautján taka við af svokölluðum Þúsaldarmarkmiðum um þróun sem samþykkt voru um síðustu alda- og árþúsundamót og renna út um áramótin. Frá því Þúsaldarmarkmiðin voru samþykkt hafa 700 milljónir manna brotist út úr viðjum, auk þess sem mikill árangur hefur náðst í baráttu við sjúkdóma, aðgangi fólks að vatni og hreinlæti og jafnrétti kynjanna.

Sá grundvallarmunur er á Sjálfbæru þróunarmarkmiðunum er að þau ná til allra ríkja heims, ekki aðeins þróunarríkja og að þau hafa sjálfbæra þróun að leiðarljósi.

Markmiðin sautján og hundrað sextíu og níu undirmarkmið verða formlega samþykkt á alheimsleiðtogafundi á vettvangi Allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna 25.til 27.september næstkomandi í New York. Búist er við að hundrað og fimmtíu oddvitar ríkja sæki fundinn.

„Þetta eru markmið í þágu fólksins, aðgerðaáætlun sem miðar að því að uppræta fátækt í öllum sínum birtingarmyndum,“ sagði Ban Ki-moon, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna. „Þau eru óafturkallanlegan, eiga við alls staðar og munu engan skilja eftir. Markmiðið er að tryggja frið og velmegun með fólkið og plánetuna í fyrirrúmi.“

Samningaviðræður hafa staðið yfir í meir en tvö ár og hefur borgaralegt samfélag í aðildarríkjunum aldrei tekið eins mikinn þátt í mótun ákvarðana og að þessu sinni.

„Við erum staðráðin í frelsa mannkynið undan oki fátæktar og skorts á líftíma núlifandi kynslóða og græða og hlúa að plánetunni í þágu núverandi og komandi kynslóða“, segir í samþykktinni frá því í gær.

Sjálfbæru þróunarmarkmiðin sautján má sjá hér en þau tengjast innbyrðis og bera að líta á sem eina heild. Þau miða að því að ryðja burt hindrunum í vegi fyrir sjálfbærri þróun með því að takast á við ójafnrétti, ósjálfbæra neyslu og framleiðslu, skort á mannsæmandi atvinnu, svo eitthvað sé nefnt.

Eins og nærri má geta er umhverfið í öndvegi og eru sérstök markmið um vernd úthafa og um vistkerfi og fjölbreytni lífríkisins.
Samþykkt aðildarríkjanna kemur í kjölfar árangursríkrar ráðstefnu um Fjármögnun þróunar í Addis Ababa í júlímánuði. Vonast er til að samþykkt

Vonast er til að samþykkt sjálfbæru þróunarmarkmiðanna muni auka líkur á því að samingaviðræður um nýjan bindandi loftslagssáttmála skilu tilætluðum árangri en stefnt er að því að undirrita hann á Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í París 30.nóvember til 11.desember 2015.