A-Ö Efnisyfirlit

Samskiptamiðlum kennt um mislingafaraldur

Útlit er fyrir að dauðsföllum af völdum mislinga og tíðni smits fjölgi umtalsvert árið 2019 miðað við fyrra ár að mati Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO). 142 þúsund létust af völdum mislinga á síðasta ári sem að öllu eðlilega ættu ekki að valda skakkaföllum.

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin varar við því að hlutfall bólusettra sé orðið hættulega lágt í mörgum ríkjum og mislingafaraldrar hafi brotist út. Ástæðan er talin andróður og falsfréttir um bólusetningar við mislingum á samfélagsmiðlum. WHO leggur áherslu á að hætta sé á faröldrum fari hlutfall bólusettra undir 95%.

„Villandi upplýsingar sem dreift hefur verið á samfélagsmiðlum hafa brenglað dómgreind foreldra og grafið undan tiltrú á bólusetningum. Afleiðingarnar eru þær að börn smitast af mislingum og sum deyja,“ segir Dr Kate O’Brien, bólusetningastjóri WHO.

Faraldur á Samoa
Aðeins 31% íbúa Samoa-eyjar í Kyrrahafinu hafa ónæmi gegn mislingum eftir mikinn áróður andstöðuhóps við bólusetningum á samfélagsmiðlum. Meir en sextíu manns hafa látist af völdum mislinga, langflest þeirra börn og 4200 veikst.
Yfirvöld hafa orðið að lýsa yfir neyðarástandi og hafa beitt sér fyrir umfangsmikilli bólusetningarherferð. 

„Við vitum öll að það er til örugg, skilvirk og ódýr leið til að koma í veg fyrir mislinga með bólusetningu og hún hefur skilað góðum árangri í 50 ár,“ segir O´Brien. „Ástæðan fyrir faröldrunum er að ekki nægilegar margir eru bólusettir.“

Að meðaltali eru 86% í heiminum bólusettir við mislingum og hefur hlutfallið hækkað úr 72% árið 2000. WHO segir að fjölgun bólusettra hafi bjargað 23 miljónum mannslífa á þessum tíma.

Fjöldi látinna á ári hefur minnkað úr 535 þúsund í rúmlega 142 frá aldamótum og til síðasta árs. Hins vegar hefur hefur hlutfallið ekki hækkað í hartnær áratug.

Fréttir

Vertu með í að skapa tjáknið

Alþjóðlegur dagur ungs fólks er 12.ágúst en til að leggja áherslu á mikilvægi ungmenna í heiminum í dag hafa Sameinuðu þjóðrnar helgað þeim allan ágústmánuð. Til þess að fylkja liði hefur ungt fólk verið beðið um tillögur að tjákni (emoj) til að fylgja mylluymerkinu #YouthLead.

Ríki heims styðja Líbanon

Sameinuðu þjóðirnar hafa unnið hvíldarlaust að því að koma þeim til hjálpar sem um...

Að berjast gegn hungri í heiminum

🇺🇳 75 ára afmæli – 75 dæmi um að Sameinuðu þjóðirnar skipti sköpum 🇺🇳 Matvæla...

Frumbyggjar: Sanneiksnefndir og aukinn áhugi

Áhugi á frumbyggjum Norðurlanda hefur aukist verulega jafnt í alþjóðamálum sem menningum og listum á undanförnum áratugum. Annars vegar Inúitar á Grænlandi og hins vegar Samar í Finnlandi, Noregi og Svíþjóð og raunar einnig Rússlandi teljast til frumbyggja. Stjórn Grænlendinga í eigin málum hefur farið vaxandi og sannleiks- og sáttanefndir hafa verið stofnaðar eða eru í undirbúningi um málefni Sama í öllum þremur Norðurlanda þar sem þeir búa. 9.ágúst er alþjóðlegur dagur frumbyggja.

Álit framkvæmdastjóra