Samstarf blómgast á köldu vori

0
554
7 Billion Others

7 Billion Others

Ritstjórnargrein maí 2013.

Vorið hefur verið lengi á leiðinni í Norður Evrópu en ýmiss konar samstarf hefur hins vegar blómgast undanfarinn mánuð.
Sameinuðu þjóðirnar og framkvæmdastjórn Evrópusambandsins ýttu úr vör nýju samstarfi “í þágu betri heims” á sjónvarpskaupsstefnunni MIP TV í Cannes í síðasta mánuði og brátt bætist utanríkismálaarmur ESB í hópinn. Hér er um að ræða nýjan hugmyndavettvang.

Við erum einnig ánægð með að tilkynna um nýtt samstarf við samtökin Goodplanet og verkefnið 7 milljarðar annara. Önnur verkefni eru líka í undirbúningi. Í sjö milljörðum annara er safnað saman þúsund viðtala sem tekin hafa verið upp á myndband í meir en 84 ríkjum þar sem dregið er upp þversnið af mannkyninu. Gefið ykkur tíma til að líta á vefsíðuna: www.7billionothers.org.
Við höfum líka blásið nýju lífi í Félög Sameinuðu þjóðanna, aðallega í Evrópu. Sum hafa lengi unnið frábært verk en önnur hafa verið í lægð. Nýlega hafa þessum félögum í Frakklandi og Bretlandi borist mikill liðsauki. Nýr forseti franska félagsins er stjórnarerindrekinn Bernard Miyet sem var um árabil í frönsku utanríkisþjónustunni áður en hann varð yfirmaður friðargæslusveita Sameinuðu þjóðanna í tíð Kofi Annan. Sir Jeremy Greenstock, fyrrverandi sendiherra Breta hjá Sameinuðu þjóðunum er ekki síður hvalreki sem formaður breska félagsins.
Fleiri frétta verður að vænta á næstunni.

Afsane Bassir-Pour, forstjóri UNRIC.