Samvinna SÞ og ESB er “hornsteinn framþróunar”

eu-un

26. september 2012. Evrópusambandið er þýðingarmikill samstarfsaðili Sameinuðu þjóðanna í þróunar- og mannréttindamálum auk friðar- og öryggismála, að því er fram kemur í nýju yfirliti um samstarf samtakanna tveggja.

Árið 2011 unnu ESB og SÞ saman að því að styðja við bakið á ríkisstjórnum og samfélögum í meir en 110 ríkjum um allan heim. Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna segir í skýrslunni: “Samstarfið er einn af hornsteinum framþróunar. Með því að fylkja liði samtakanna tveggja og taka höndum saman við einkageirann, borgaralegt samfélag og helstu hagsmunaaðila, höfum við unnið þýðingarmikið starf í þágu þeirra sem minnst mega sín í heiminum og áorkaði miklu meiru en samtökin hvor um sig hefðu getað.”   

Árangur samstarfs SÞ og ESB eru áþreifanleg á mörgum sviðum. Starfið miðar til dæmis að því að tryggja fæðuöryggi og útvega lágmarksþjónustu auk þess að bregðast við hamförum og styðja góða stjórnarhætti.  

Mörg dæmi eru um árangur samstarfsins víða um heim:

Skólar hafa verið stofnaðir í Kambodíu til að greiða fyrir almennum aðgangi að grunnmentun. Soy Pheap, sjö barna móðir varð áður að senda dóttir sína í burtu til fjarlægrar borgar til þess að hún gæti stundað nám. Árið 2011 opnaði nýi Tuol Pongro skólinn í næsta nágrenni fjölskyldunnar og öll börnin njóta nú kennslu á staðnum.  Áður flosnuðu piltar jafnt sem stúlkur upp frá námi til að reka kýr eða vinna á hrísgrjónaökrum en sækja nú þess í stað skóla. Alls var 371 verkefni hrynt í framkvæmd í Kambodíu sem miðuðu að því að bæta daglegt líf íbúanna.  

Annars staðar í heiminum í Suður Ameríku hefur baráttan gegn hungri verið efld.   David Gonzalez, forseti samtaka maísframleiðenda í Hondúras segir að líf sitt hafi tekið stakkaskiptum þökk sé samvinnuverkefni ESB og SÞ; The Purchase for Progress.
Samtök Gonzales sem nefnast  Hombres Nuevos Association, fékk þjálfun, tækjabúnað, bætt útsæði, geymslur og þurrkunarvélar og fær nú greiðari aðgang að lánum. Frumkvæði SÞ og ESB hefur gagnast 11.500 litlum framleiðendum og stuðlað að sjálfbæru fæðuöryggi.   “Nú getum við geymt birgðir í söfnunarmiðstöð og engu skiptir þótt það rigni, því við höfum þurrkunarvélar,” segir Gonzales.
 
Sjá fleiri dæmi um samvinnu SÞ og ESB í sjöundu árlegu skýrslunni um samvinnu samtakanna Saving and Improving Lives: Partnership between the United Nations and the European Union in 2011. http://report2012.unbrussels.org/