Samvinnufélög: Í þágu sjálfbærrar framtíðar

0
599
CoopUN PhotoIsaac Billy International Day of Peace Celebrated in South Sudan

CoopUN PhotoIsaac Billy International Day of Peace Celebrated in South Sudan

2.júlí 2016. Sameinuðu þjóðirnar halda á hverju ári upp á Alþjóðlegan dag samvinnufélaga fyrsta laugardag í júlí.

Haldið er upp á daginn til að minna á að samvinnufélög snúast um valdeflingu, þátttöku fjöldans og sjálfbærni. Í eðli sínu eru þau lýðræðisleg og stuðla að jöfnuði. Þau eru holdgerfingur þess grundvallarsjónarmmiðs Sjálfbæru þróunarmarkmiðanna að skilja engan eftir.International Day of Cooperatives 2016

Samvinnufélög hafa einstæðu hlutverki að gegna í að hrinda í framkvæmd og ná hinum sjálfbæru markmiðum vegna þess að sjá

„Ég hvet ríkisstjórnir heims til að skapa frjóan jarðveg til þess að samvinnufélög geti þrifist og vaxið,” segir Ban Ki-moon, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna í ávarpi á Alþjóðadegi samvinnufélaga. Við skulum virkja afl samvinnufélaga til að ná Sjálfbæru þróunarmarkmiðunum og skapa heim þar sem allir lifa við reisn og öðlast tækifæri.” 

Sjálfbær þróun er kjarni viðskiptamódels þeirra enda byggja þau á siðferðilegu gildismati og grundvallarsjónarmiðum. 

Alþjóðadegi samvinnufélaga er ætlað að efla hugsjónir samvinnuhreyfingarinnar. Hún er tæki til að berjast gegn fátækt og gefur fólki vettvang til að láta rödd sína heyrast jafnt innan hreyfingarinnar sem í samfélaginu í heild.

Að þessu sinni er vígorð dagsins: „Samvinnufélög: Afl í þágu sjálfbærrar framtíðar.”