Sendimaður SÞ varar við því að fresta ákvörðunum um lokastöðu Kosovo

0
476
19. mars 2007.   Dráttur á því að ákveða lokastöðu Kosovo gæti torveldað að varanlega lausn næðist sagði yfirmaður bráðabirgðastjórnar Saeminuðu þjóðanna í Kosovo í skýrslu til Öryggisráðsins í dag.  

Joachim Rücker, sem er jafnframt sérstakur erindreki framkvæmdastjóra Saeminuðu þjóðanna tjáði Öryggisráðinu á lokuðum fundi að íbúar Kosovo gerðu sér miklar vonir um skjóta lausn.  
“Það er mjög mikilvægt að þetta ferli haldi áfram”, sagði Rücker við fréttamenn eftir fundinn. 
 Martti Ahtisaari, séstakur erindreki Ban Ki-moon, framkvæmdastjóra SÞ lagði fram áætlun í síðasta mánuði um lokastöðu Kosovo. Hún gerði ráð fyrir því að Kosovo búar fengju fullkomin yfirráð yfir eigin málum, gætu gert alþjóðasamninga og gengið í alþjóðleg samtök. Hins vegar yrði áfram alþjóðalið í héraðinu, þar á meðal herlið til að hrinda áætluninni í framkvæmd og tryggja frið og stöðugleika.
Nánar: http://www.un.org/apps/news/story.asp?NewsID=21913&Cr=kosovo&Cr1=