Síðustu dagar heimskautsins í Brussel

0
464

RAX2

16. janúar 2013. Myndin Síðustu dagar heimskautsins var sýnd fyrir fullu húsi á vegum UNRIC, Upplýsingaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna í Brussel í gær að viðstöddum Ragnari Axelssyni ljósmyndara.

Myndin fjallar um störf Ragnars, eins þekktasta ljósmyndara Íslendinga, bæði á Íslandi og Grænlandi. Ragnar sem þekktur er undir listamannsnafninu RAX hefur ekki síst vakið athygli á alþjóðavettvangi fyrir ljósmyndir sínar af “veiðimönnum norðursins” á Grænlandi.

Húsfylli var við sýninguna í Goethe stofnunni í Brussel sem hýsir þrjú hundruð en nokkur hundruð manns voru  á biðilista.

Að lokinni sýningu myndarinnar tók Ragnar Axelsson þátt í umræðum og svaraði fyrirspurnum ásamt Lida Skifte Lennert sendifulltrúa Grænlands í Brussel og franska fræðimanninum Damien Degeorges.

Líflegar umræður urðu um efni myndarinnar og tók Þórir Ibsen, sendiherra Íslands í Brussel meðal annars til máls.

Árni Snævarr, upplýsingarfulltrúi stýrði umræðunum.

Magnús Viðar Sigurðsson, stýrði gerð myndarinnar Síðustu dagar heimskautsins en Margrét Jónasdóttir skrifaði handrit en Saga Film framleiddi.

Icelandair styrktu góðfúslega sýningu myndarinnar.

Mynd: Ragnar Axelsson og Árni Snævarr í umræðum að lokinni sýningu myndarinnar. UNRIC/Jorge Mihai Varas-Mardones