Síðustu óformlegu viðræður fyrir Rio

0
419

 Ban Rio 20

30. maí 2012. Óformleg samningalota er hafin í New York nú aðeins mánuði áður en Rio + 20 ráðstefna Sameinuðu þjóðanna um Sjálfbæra þróun hefst í Brasilíu. Bætt var við aukasamningalotu 29. maí til 2. júní til að freista þess að ná að móta samkomulag á milli ríkisstjórna fyrir lokahrinu samningaviðræðnanna í Rio í aðdraganda ráðstefnunnar.

Ráðstefnan um Sjálfbæra þróun, oftast nefnd Rio + 20, er haldin í Rio de Janeiro frá 20. til 22. júní. + 20 í heitinu vísar til svokallaðrar “Jarðar-ráðstefnu” í Rio fyrir 20 árum, 1992, en þar lögðu leiðtogar heimsins hornstein að hugtakinu Sjálfbær þróun og loftslagssáttmálum, svo sem Kyoto-bókuninni.

Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna hvatti ríkisstjórnir til að grípa til aðgerða í ýmsum málaflokkum á hnattræna vísu í þágu komandi kynslóða, þegar Rio + 20 var til umræðu á Allsherjarþinginu ekki alls fyrir löngu.

“Augu heimsins hvíla á okkur,” sagði Ban. “Ungir sem gamlir krefjast aðgerða. Það er tími til kominn að einbeita sér að því sem skiptir raunverulega máli. Það er tími til kominn að ná samkomulagi í þágu jarðarinnar okkar og barnanna.”
 

Ban Ki-moon ávarpar óformlegan fund Allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna um Rio + 20 22. maí. SÞ-mynd/JC McIlwaine