Siglingar eru ómissandi

0
536
Maritime ainPic maritime resized

Maritime ainPic maritime resized

29.september 2016. Siglingar eru örugglega ekki það sem fólk hugsar um þegar það sest niður fyrir framan sjónvarpstækið að kvöldi dags með nasl og drykk sér við hönd.

Engu að síður er það svo að þakka má siglingum nánast allt sem þarf til að gera sjónvarpskvöldið ánægjulegt.
Hvar sem maður er í heiminum sér maður hluti sem annaðhvort hafa verið fluttir á milli landa á skipi eða munu verða það, hvort heldur sem er í formi hráefnis, einstakra hluta eða fullunninnar vöru.

Maritime IMOEitt flutningaskip getur flutt kornfarm sem nægir til að brauðfæða nærri fjórar milljónir manna í einn mánuð, annað skip gæti flutt olíu sem nægði til upphitunar heillar borgar í eitt ár og hið þriðja gæti flutt jafn mikið af framleiddri vöru og 20 þúsund stórflutningabílar landleiðina.

Samt gera fæstir sér grein fyrir hversu háð við erum siglingum. Í daglegu lífi verðum við ekki vör við skipaflutningai og leiðum ekki hugann að siglingum. Það er því ekki úr vegi að huga að þessari mikilvægu atvinnugrein sem flytur hvíldarlaust vörur sem halda hagkerfi heimsins gangandi og tryggir að hægt sé að fæða, klæða, hýsa og skemmta heimsbyggðinni.

Þema Alþjóðasiglingadagsins 29.september í ár er „Siglingar: ómissandi fyrir heiminn”. 

Alþjóðasiglingamálastofnunin (the International Maritime Organization (IMO)) var stofnuð 1948 og er sérstofnun á vegum Sameinuðu þjóðanna. Henni er ætlað að halda utan um alþjóðlegar reglur um siglingar og efla öryggi og umhverfisvernd.

Siglingar hafa stundum fengið á sig mengunarstimpil, en hafa engu að síður hlutverki að gegna í „grænum hagvexti”. Sjóslysum og mengun hefur fækkað meðal annars þökk sé regluverks IMO.

„Skipaiðnaðurinn hefur leikið stórt hlutverk í því að bæta lífskilyrði milljarða manna á undanförnum árum, en hundruð milljóna manna hafa brotist út úr fátæktargildru á undanförnum árum. Að sama skapi verða siglingar þýðingarmiklar fyrir framgang Áætlunar 2030 um sjálfbæra þróun.” segir Ban Ki-moon, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna í ávarpi sínu á Alþjóðadegi siglinga.

Myndir: Skip undan landi í Mogadishu, Sómalíu. : UN Photo/Tobin Jones