Sigrún undirritar fyrir hönd Íslands

0
547
COP2BanHollande

COP2BanHollande

20.apríl 2016. 60 þjóðarleiðtogar munu undirrita Loftslagssáttmála Sameinuðu þjóðanna á föstudag, á Degi jarðar.

Paris Agreement Logo Final ICELANDICAlls munu að minnsta kosti 130 ríki undirrita Parísarsáttmálann svokallaða á fyrsta degi, þar á meðal Kína og Bandaríkin.

Ísland sendir umhverfisráðherra sinn, Sigrúnu Magnúsdóttur til að undrrita samkomulagið á sérstakri undirritunarathöfn sem Ban Ki-moon, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna hefur boðað til í höfuðstöðvum samtakanna.

Loftslagssamkomulagið tókst á Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í París í desember. Það gengur í gildi þegar 55 ríki, sem samanlagt bera ábyrgð á 55% útblásturs gróðurhúsalofttegunda hafa staðfest það.
Sáttmálinn er svo opinn til undirritunar í eitt ár.