Sigurvegarar í ljósmyndasamkeppni

0
399

myndir

23.febrúar 2015. Tilkynnt var í dag í Brussel um sigurvegarana í ljósmyndasamkeppni Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna og Evrópusambandsins um fjölskyldumáltíðina.
Sigurvegararnir þrír eru Ari Vitikainen, fyrir myndina “Khauchi Papa, sérstök máltíð í fjallahéruðum Laos”, Breech Asher Harani “Kvöldverður við kertaljós” á Filippseyjum og Darine Ndihokubwayo, “Sunnudagsmáltíð götubarna í Búrúndí. Hér má sjá sigurmyndirnar. 

Forstjóri WFP Ertharin Cousin og Christos Stylianides, framkvæmdastjóri Mannúðaraðstoðar hjá Evrópusambandinu tilkynntu um sigurvegarana. Cousin hrósaði ljósmyndurunum fyrir að kalla fram í myndum sínum mikilvægi fjölskyldumáltíðarinnar.

“Þessar ljósmyndir eru sannkallaður innblástur því þær sýna mikilvægi þeirrar einföldu athafnar að fjölskyldan komi saman og borði saman máltíð, hvar sem fólk er í heiminum og í hvaða menningarheim sem er. Það geta ekki allir notið þess því 805 milljónir manna í heiminum hafa ekki kost á næringarríkri fæðu til þess að lifa heilbrigðu og goðu lífi. Af þessum sökum hefur Matvælaáætlunin (WFP) og Evrópusambandið tekið höndum saman með Evrópusambandinu og öðrum bandamönnum til að binda enda á hungur og króníska vannæringu um allan heim,” sagði Cousin.
Hér má sjá meira um fjöskyldumáltíðar herferðina : www.familymeal.eu