Sitthvað er mansal og smygl

0
456
human trafficking2nsp 42

human trafficking2nsp 42

24.júní 2015. Brýnt er að réttindi fórnarlamba mansals verði að fullu viðurkennd, að sögn sérstaks erindreka SÞ um mansal.
Erindrekinn, Maria Grazia Giammarinaro, segir í nýrri skýrslu að gera verði greinarmun á fólki sem smyglarar hjálpa að komast yfir landamæri og þeim sem sæta mansali. Í síðara tilfellinu sé viðkomandi beittur nauðung gegn vilja sínum. Fórnarlömb mansals eru oft og tíðum misnotuð kynferðislega, neydd í nauðungarvinnu eða líffæri tekin úr þeim og þau seld. 

Í sumum tilfellum getur ruglingur haft alvarlegar afleiðingar í stefnumótun en skilin eru stundum ógreinileg.
„Ekki er allt farandfólk fórnarlömb smyglara, en stór hluti þess sætir mansali and njóta ekki réttinda sem slíkt af hálfu yfirvalda í einstökum löndum,“ segir sérfræðingurinn í nýjustu skýrslu sinni til Mannréttindaráðsins. Þar minnir Giammarinaro aðildarríki Sameinuðu þjóðanna á að þau eru skyldug til að tryggja að að samhengi sé í löggjöf og greinarmunur sé gerður á löggjöf til höfuðs mansali og málefna farandfólks og hælisleitenda.
„Gleymum því ekki að stór hluti farandfólks á það á hættu að sæta mansali, sérstaklega þeir sem neyðast til að flýja heimaland sitt vegna átaka, ofbeldis, ofsókna, pyntinga eða annara mannréttindabrota, eða sárafátæktar,“ sagði hún.