Sjálfbær þróun er hornsteinn friðar

0
475
PeaceBell main

PeaceBell main
21.september 2016. Sameinuðu þjóðirnar hvetja ár hvert á alþjóðlegum degi friðar, stríðandi fylkingar til að slíðra sverðin og virða sólarhringslangt vopnahlé.

Ban Ki-moon, aðalframkvæmdastjóri samtakanna segir í ávarpi á Friðardaginn, sem er í dag 21.september, að peacday BuildingBlocksforPeacetáknrænt gildi dagsins sé sú mikilvæga áminning að átökum verði að linna og að þeim geti linnt. 

Þema friðardagsins að þessu sinni er „Sjálfbæru þróunarmarkmiðin: Efniviður friðar.“

Sjálfbæru þróunarmarkmiðin leika stórt hlutverk í því að koma á friði á okkar dögum, því þróun og friður tengjast innbyrðis og efla hvort annað.

Sjálfbær þróun stuðlar að því að draga úr og uppræta orsakir átaka og skýtur stoðum undir varanlegan frið. Sjálfbærni þýðir í raun að fullnægja þörfum sínum hér og nú, án þess að grafa undan möguleikum komandi kynslóða til að gera slíkt hið sama í framtíðinni. Vandamál nútímans, svo sem fátækt, hungur, minnkandi náttúruauðlindir, vatnsskortur, félagslegur ójöfnuður, umhverfisspjöll, sjúkdómar, spilling, og kynþátta- og útlendingahatur, eru olía á eld ófriðar.

peaceday Chalk4Peace campaign Friður, á hinn bóginn, skapar forsendur sjálfbærrar þróunar. Þegar ekki þarf að fjármagna stríðsvélar, er meira fé aflögu til þess að samfélög geti þróast og þrifist.

Hvert og eitt hinna sautján sjálfbæru þróunarmarkmiða er hornsteinn uppbyggingar friðar. Það skiptir sköpum að við virkjum úrræði til þess að hrinda þeim í framkvæmd, þar á meðal fjármagn, þróun- og framsal tækni, og þjálfun.

Þetta er í allra hag og allir geta lagt sitt af mörkum.

Myndir: Ban Ki-moon hringir friðarbjöllunni á árlegri samkomu í tilefni friðardagsins ið höfuðstöðvar SÞ í New York. UN Photo/Kim Haughton.

Listateymið CHALK4PEACE lék listir sínar í New York í tilefni friðardagarins.
UN Photo/Laura Jarriel