Sjálfbærir ólympíuleikar í Rio 2016

0
441

 

 

Rio2016

22. ágúst 2013. Skipuleggjendur Ólympíuleikana í Rio de Janeiro og UNEP, Umhverfisstofnun Sameinuðu þjóðanna hafa komið sér saman um viðmið til að leikarnir verði eins sjálfbærir og hugsast getur.

 

 

UNEP mun styðja viðleitni skipuleggjendanna með tæknilegri ráðgjöf.”Íþróttir eiga að leika lykilhlutverk í því að efla sjáflbærari heim,” segir Carlos Arthur Nuzman, forseti Rio 2016. Brasilíumönnum rennur blóðið til skyldunnar því Ráðstefna Sameinuðu þjóðanna um um Umhverfi og þróun var haldin í Rio árið 1992 en hún er talin marka þáttaskil í sögu umhverfismála.
“Markmið okkar er að tekið verði tillit til sjálfbærni á öllum stigum í skipulagi Ólympiuleikanna 2016 sem verði fyrirmynd fyrir samfélagið í heild.

Mynd: Umhverfisráðstefnur Sameinuðu þjóðanna í Rio 1992 og 2012 eru meðal merkustu ráðstefna Sameinuðu þjóðanna. 

Mynd: Alex Ferro/Rio 2016