Skákin mátaði Covid

0
567
Alþjóðlegi skákdagurinn
Alþjóðlegi skákdagurinn

Í aldanna rás hafa leikir og íþróttir fleytt mannkyninu yfir marga hindrun á krepputímum með því að minnka kvíða og bæta geðheilsu. 20.júlí er Alþjóðlegi skákdagurinn á vettvangi Sameinuðu þjóðanna.

Kórónafaraldurinn bitnaði harkalega á íþróttastarfi og ýmsum leikjum. Skákin var hins vegar seig og lagaði sig að aðstæðum. Raunar hefur verið áberandi aukning í iðkun skáklistarinnar frá því faraldurinn braust út. Sífellt fleiri taka þátt í skákmótum sem eru í vaxandi mæli haldin á netinu.

Skák í þágu sjálfbærrar þróunar

lþjóðlegi skákdagurinn
lþjóðlegi skákdagurinn

Sameinuðu þjóðirnar viðurkenna gildi íþrótta, lista og líkamlegrar virkni við að breyta viðhorfum, fordómum og breytni fólks. Auk þess að auðga andann, koma íþróttir og listir að gagni við að brjóta niður kynþáttalegar- og pólitískar hindranir, grafa undan mismunun og draga úr átökum. Af þeim sökum koma lista- og skákiðkun að gagni við að efla menntun, sjálfbæra þróun, frið, samvinnu og heilbrigði.

Skák er einn af elstu vitsmunalegu og menningarlegu leikjum, sem til eru. Skák er sambland íþróttar, vísindalegrar hugsunar og listræn atferlis. Hver sem er getur tefl og hvar sem er. Aldur, tungumál, kyn, líkamlegt atgervi og félagsleg staða skipta engu.

Skák er leikin um allan heim og eflir sanngirni og gagnkvæma virðingu. Hún getur stuðlað að því að skapa andrúmsloft umburðarlyndis og skilnings á milli þjóða.

Alþjóðlegi skákdagurinn
Alþjóðlegi skákdagurinn

Skákin býður upp á ýmis tækifæri til að hrinda í framkvæmd Áætlun 2030 um sjálfbæra þróun og Heimsmarkmiðunum. Þar ber hæst að efla menntun, stuðla að jafnrétti kynjanna og valdeflingu kvenna og stúlkna og hlúa að umburðarlyndi, gagnkvæmum skilningi og virðingu.

 

  • Um 70% fullorðinna í ríkjum á borð við Bandaríkin, Bretlandi, Indland, Rússland og Þýskaland hafa teflt einhvern tíma á ævinni. 605 milljónir manna tefla reglulega.
  • Tölfræðilega geta fleiri mögulegar ólíkar skákir verið tefldar en sem svarar til atóma í hinum sjáanlega heimi.
  • Hægt er að máta andstæðing í tveimur leikjum.
  • Elsti núlifandi stórmeistari er Júrí Averbakh, en hann varð hundrað ára í maí 2022.

Sagan

Hugsanlegt er að rekja megi uppruna skákarinnar til leiks sem hét Chatarunga og var leikinn á norður Indlandi á Gupta-tímabilinu frá því 319 fyrir okkar tímatal til 543 eftir Krists burð. Hafi skákin þá borist vestur á bóginn eftir Silkileiðinni vestur til Persíu.

Þegar leikurinn barst þangað um 600 eftir Krist var hann nefndur Chatrang og síðar Shatranj. Fyrsta skriflega heimildin er úr persnesku handriti frá því um 600. Enn á ný lagði skáklistinn land undir fót og barst eftir Silkileiðinni vestur til Arabíu-skaga og Býsans-ríkisins. Þrjú hundruð árum síðar um 900, voru meistarar farnir að taka saman handrit um tækni og herfræði. Um 1000 var orðið vinsælt að tefla í Evrópu. Í þrettándu aldar spænsku handriti er lýst leik sem er mjög svipaður hinum persneska Shatranj leik.

12.desember 2019 lýsti Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna því yfir 20.júli skuli vera Alþjóðlegi skákdagurinn, en þann dag var Alþjóða Skásambandið (FIDE) stofnað í París 1924.