Skilaboð til Ríó plús 20

0
479
alt

Yfirmenn Sameinuðu þjóðanna hvetja leiðtoga heimsins til að “efna fyrirheit Jarðar-leiðtogafundarins í Ríó 1992,” á Ríó plús 20 ráðstefnunni á næsta ári, í ávörpum á Alþjóðlega umhverfisdaginn 5. júní.

Ráðstefna Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun verður haldin í Rio de Janeiro í Brasilíu á sama stað og Jarðarfundurinn fyrir tuttugu árum og því hefur ráðstefnan fengið nafnið Ríó + 20.

alt

Achim Steiner (tv) og Ban Ki-moon í höfuðstöðvum UNEP í Nairobi í Kenía fyrr á þessu ári.

Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna segir í ávarpi sínu að ástæða sé til að fagna þeim framförum sem orðið hafa síðan á Jarðar-fundinum, ekki síst þeirri staðreynd að hundruð milljóna manna hafa sloppið úr fátæktargildru. “Samt sem áður blasa við okkur staðreyndir um djúpstæðar og óafturkallanlegar breytingar á getu jarðarinnar til að standa undir sjálfbærum framförum,” segir framkvæmdastjórinn.

Þema umhverfisdagsins er “Skógar: Náttúra í ykkar þjónustu.” “Þetta,” segir framkvæmdastjórinn, er til marks um “það gríðarlega verðmæti sem liggur í skógum og öðrum vistkerfum, ekki síst fyrir hina örsnauðu.”

Í ávarpi sínu bætir Ban við: “Þrátt fyrir vaxandi hnattrænni meðvitund um þá hættu sem stafar af ágangi á umhverfið, þar á meðal loftslagsbreytingar, minnkandi lífræðilegan fjölbreytileika og eyðimerkurmyndun – hafa framfarir frá Jarðar-fundinum verið of hægar. Við getum ekki byggt upp réttláta og sanngjarna veröld nema við gefum hverri stoð sjálfbærrar þróunar jafnt vægi, hvort heldur sem er þeirri félagslegu, efnahagslegu eða umhverfislegu.”

“Við fetum ekki leiðina til sjálfbærni þróunar á einum einstökum degi. En á leiðinni tili to Rio +20, er hægt að senda mikilvæg skilaboð á þessum umhverfisdegi til þeirra í ríkisstjórn og einkafyrirtækjum sem geta – og verða – að stíga nauðsynleg skref til þess að staðið verði fyrir fyrirheit Jarðar-fundarins. Almenningur í heiminum fylgist með og sættir sig ekki við minna.”

Þema  Rio + 20, er Græna hagkerfið, innan ramma sjálfbærrar þróunar og upprætingar fátæktar og stofnanalegur rammi fyrir sjálfbæra þróun.

Achim Steiner, forstjóri Umhverfisstofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNEP) fagnaði því í ávarpi sínu á umhverfisdaginn að Indland skyldi hýsa umhverfisdaginn að þessu sinni, enda væru Indverjar að ýmsu leyti í fararbroddi þegar græna hagkerfið væri annars vegar.

 “Umhverfisdaginn 2011 ber upp á þann tíma þegar undirbúningur er að hefjast fyrir Ráðstefnu SÞ um sjálfbæra þróun 2012 eða Rio+20, “ segir Steiner  “Skýrsla UNEP um umbreytinguna yfir í græna hagkerfið og sjálfbæra þróun sem kynnt var fyrr á árinu, sýnir að slik umbreyting er ekki aðeins möguleg heldur kemur þróunarríkjum jafn mikið við og þróuðum ríkjum. “