Sköpum heim friðar og umburðarlyndis

0
518
alt

Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna sagði að nauðsynlegt væri að hlúa að ungu fólki þegar hann hringdi friðarbjöllunni í New York í tilefni af alþjóðlega friðardeginum 21.september

 

.alt

Ban Ki-moon hringir friðarbjöllunni við höfuðstöðvar Sameinuðu þjóðanna í New York í tilefni Alþjóðlega friðardagsins 21. september. SÞ-Mynd: Evan Schneider.

 “Að þessu sinni er Friðardagurinn helgaður ungu fólki. Í þessum mánuði hefst Alþjóðlegt ár æskulýðsins. Þema ársins; samræður og innbyrðis skilningur er í raun kjarni friðar,” segir Ban Ki-moon í ávarpi sínu á friðardaginn. “Ungt fólk í dag þekkir vel fjölbreytileika heimsins í sífellt tengdari veröld. Unga fólki sætir líka ásókn öfgaafla. Þess vegna segi ég ríkisstjórnum og samstarsaðilum okkar að við ættum að gera meira fyrir unga fólkið. Gefum þeim heim friðar og umburðarlyndis.”