Skógræktarátak í borgum til höfuðs loftslagsbreytingum

0
951
Skógrækt á Spáni. Mynd: UNECE
Skógrækt á Spáni. Mynd: UNECE

Helsinborg er fyrst norrænna borga til að taka þátt í átaki Sameinuðu þjóðanna sem nefnist Borgartré (Trees in Cities Challenge). Borgartré var hleypt af stokkunum á Loftslagsaðgerðafundi Sameinuðu þjóðanna síðastliðið haust. Þar voru borgarstjórar um allan heim hvattir til þess að gefa fyrirheit um gróðursetningu tiltekins fjölda trjáa.

Borgartré - Trees in the cities
Borgartré

Helsingborg hin umhverfisvæna

Í Evrópu hafa borgarstjórar þriggja borga sem eru auk Helsingborg, Bonn í Þýskalandi og Malaga á Spáni, riðið á vaðið og tilkynnt þátttöku sina í átakinu sem hluta af loftslagsaðgerðum borganna.

Helsingborg hefur í þrjá ár í röð verið kosin umhverfisvænsta borg Svíþjóðar.

„Til þess að greiða fyrir breytingum er ekki nóg að setja saman áætlanir og stefnumótun. Við verðum öll að grípa til aðgerða í þágu Heimsmarkmiðanna um sjálfbæra þróun og ég er sannfærður um að borgir og borgarstjórar verða að vísa veginn,“ segir Peter Danielsson borgarstjóri.

Tugir þúsunda

Nú þegar gróðursetja bæjaryfirvöld í Helsingborg tugir þúsunda trjáa en átta þúsund verður bætt við til áramóta í tilefni af átakinu.

Talið er að 75% losunar koltvísýrings eigi sér stað á þéttbýlissvæðum í heiminum og því er ljóst að ákvarðanir borga- og sveitastjórna skipta verulega miklu í baráttunni við loftslagsvána. Borgarstjórar og aðrir sveitastjórnarmenn leyka því lykilhluverk með loftslagsaðgerðum sínum en einnig geta einnig fylkt liði íbúanna og annara hlutaðeigandi.
Borgartré (The Trees in Cities Challenge) er alheimshreyfing sem UNECE, Efnahagsráð Sameinuðu þjóðanna í Evrópu gengst fyrir.

„Við þurfum áþreifanlegar, raunsæjar aðgeðir í þágu loftslagsins á öllum sviðum. Þetta á ekki síst við um þéttbýlissvæði sem eru fremst í víglínunni í baráttunni gegn loftslagsbreytingum,“ segir Olga Algayerova forstjóri UNECE.

Höfuðatriði

Með því að ganga til liðs við átakið geta borgir stuðlað að ýmsum varanlegum úrbótum í þágu loftslagsins, umhverfisins og samfélagsins:

• Eitt tré getur geymt allt að 150 kíló af CO2 á ári.
• Tré soga í sig skaðvænlega mengun.
• Skógrækt getur stuðlað að aukinni fjölbreytni lífríkisins í borgum.
• Græn svæði geta eflt borgarsamfélög og bætt vellíðan.
• Tré geta hækkað fasteignaverð um 2-10%.

Reykjavíkurborg hefur ekki í hyggju að svo stöddu að taka þátt í þessu átaki, en ekki er þar með sagt að borgin við sundin sé eftirbátur annara. Bjarni Brynjólfsson upplýsingastjóri borgarinnar bendir á að borgin sé á fullu í gróðursetningu og styrki Skógræktarfélagið til góðra verka. 6 til 7 þúsund garðplöntur (tré og runnar) eru gróðursettar af hálfu borgarinnar á ári. Skógræktarfélag Reykjavíkur gróðursetti síðan nærri 120 þúsund skógarplöntur 2017 og nærri 34 þúsund 2018 eða 38 hektara fyrra árið og 11 síðara árið.

Sjá nánar: https://treesincities.unece.org/