Skylda að uppræta mismunun

0
641

discriminiation

26. febrúar 2015. Meir en 65 árum eftir samþykkt Mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna er mismunun djúpstæð í mörgum samfélögum.

Mismunun elur á fordómum, dregur úr lífslíkum milljóna um allan heim og er rót ofbeldis. 

Fyrsti mars er Alþjóðlegur dagur Sameinuðu þjóðanna helgaður upprætingu mismununar. Á þessum degi er fólk hvatt til að fagna og efla rétt hvers og eins til að lifa lífinu til fullnustu, án tillits til þess hvernig hver og einn lítur út, hvaðan hann kemur eða hvern hann elskar. Tákn “Dags engrar mismununar” er fiðrildi, sem víða er tákn umbreytingar.

„Mismunun er mannréttindabrot og á ekki að líðast,” segir Ban Ki-moon, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna. „Hver og einn hefur rétt til að lífa með reisn og virðingu:”

Mismunun skekur heil samfélög. Það skaðar ekki aðeins stúlkur og ungur konur ef þær fá ekki almennilega menntun, heldur missa samfélögin af þeim virðisauka sem námið er.

Ef fólk sem lfir með HIV smiti er úthrópað, letur það fólk frá því að láta athuga sig og fá lífsnauðsynlega meðferð, ef nauðsyn krefur.

Þetta er ekki aðeins vandamál í þróunarlöndum. Í Bretlandi eru konur 70% þeirra sem eru á lágmarkslaunum. Í Bandaríkjunum segjast 64% vinnandi manna hafa upplifað mismunun vegna aldurs á vinnustað sínum.

„Hægt væri að leysa mörg erfiðustu vandamál heimsins með því einfaldlega að uppræta smán og mismunun. Það er ekki val að útrýma slíku í heiminum, heldur skylda,” segir Michel Sidibé, forstjóri UNAIDS.

Að þessu sinni er fólk hvatt til þess á degi Engrar mismununar að nota samskiptamiðla til þess að segja frá því hvaða þýðingu engin mismunun hafi. Dagur engrar mismununar var fyrst haldinn 1. mars 20145.

Notið #zerodiscrimination.

Frekari upplýsingar: https://www.facebook.com/zerodiscrimination