SÞ: 2011 einstakt mannréttindaár

0
431

Gen AssBan Ki-moon kallar árið 2011 “einstakt mannréttindaár” í ávarpi sínum á Alþjóðlega mannréttindadaginn 10. desember.

Þann dag er haldið upp á afmæli Mannréttindayfirlýsingarinnar sem var samþykkt þennan dag á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna árið 1948.

“Við vitum að það er allt of mikil kúgun í veröldinni, alltof mikið refsileysi og of margir sem ekki búa við mannréttindi,” segir framkvæmdastjórinn.

“Samt sem áður getum við sagt sem svo við lok 2011, einstaks mannréttindaárs að við getum sótt innblástur í árangur ársins: lýðræðislegum stjórnarskiptum var ýtt úr vör; ný skref voru stigin í þá átt að draga brotamenn til ábyrgðar fyrir stríðsglæpi og glæpi gegn mannkynin auk þess sem meðvitund um réttindin sjálf hefur aukist.”

 Hæst setti embættismaður Sameinuðu þjóðanna í mannréttindamálum, Navi Pillay, Mannréttindafulltrúi (High Commissioner for Human Rights) segir í ávarpi sínu að mótmælendur í Túnis, Kaíró, Benghazi og Dara´a og síðar í Lundúnum, Santiago og víðar hafi “dustað rykið af loforðum Mannréttindayfirlýsingarinnar og krafist frelsis frá ótta og frelsis frá skorti.”

“Þeir hafa minnt ríkisstjórnir og alþjóðlegar stofnanir á að heilsugæsla og menntun og húsnæði og aðgangur að dómskerfi eru ekki söluvörur handa hinum fáu heldur réttindi sem eru öllum tryggð, hvarvetna og án mismununar,” segir Pillay.