SÞ biðja um 415 milljónir dala fyrir Nepal

0
426
Nepal Rescue

Nepal Rescue

30.apríl 2015. Sameinuðu þjóðirnar og samstarfsaðilar þeirra hafa óskað eftir 415 Bandaríkjadölum til að fjármagna hjálparstarf í Nepal.

Ekki færri en 5 þúsund létust og 10 þúsund slösuðust þegar jarðskjálfti varð í Katmandú dal á laugardag. 

Fénu er ætlað að fjármagna aðgerðaáætlun til stuðnings stjórnvöldum í Nepal en brýnast er að sjá nauðstöddum fyrir skjóli, vatni, salernis- og hreinlætisaðstöðu, brýnustu heilsugæslu, matvælum og vernd næstu þrjá mánuði. Stóri skjálftin og minni en öflugir eftirskjálftar eyðilögðu 70 þúsund hús og skemmdu 530 þúsund önnur.

„Tími skiptir sköpum,” segir Jamie McGoldrick, samræmandi mannúðarmála af hálfu Sameinuðu þjóðanna (OCHA) í Nepal. „Það er ánægjulegt og uppörvandi hve vel hefur verið brugðist við nú þegar, en ekki má láta deigan síga og efla verður starfið til að ná til allra nauðstaddra, ekki síst þeirra sem búa í strjálbýli.”

Sameinuðu þjóðirnar lögðu þegar í stað 15 milljónir dollar fram úr Neyðarsjóði sínum (CERF) en nota á féð til að koma hálfri milljón manna sem hafst hafa við undir berum himni, í skjól. Brýn þörf er á heilsugæslu, lyfjum, hreinlæti- og salernisaðstöðu fyrir 4.2 milljónir manna. Talið er að 1.7 milljón manna þurfi á matvælaaðstoð að halda, og 2 milljónir barna og half milljón kvenna þurfa á vernd að halda.